Rússnensk fyrirsæta truflaði leik Liverpool og Tottenham í kvöld en leikið var í úrslitum Meistaradeildarinnar.
Kinsey Wolanski er þessi ágæta fyrirsæta en hún hljóp inná völlinn í sundbol á meðan leik stóð.
Leikurinn var stöðvaður í tæplega mínútu eftir þessa truflun en var svo fljótt kominn í gang á ný.
Wolanski klæddist bol þar sem á stóð ‘Vitaly Uncensored’ en það er vefsíða í eigu Youtube stjörnunnar Vitaly Zdorovetskiy.
Vitaly gerði það gott um árið á Youtube síðu sinni þar sem var mikið í því að hrekkja fólk.
Vitaly hefur sjálfur áður hlaupið inn á völlinn en hann truflaði úrslitaleik EM árið 2016.
,,Ég get ekki beðið eftir að gifast þér,“ skrifaði Vitaly á Twitter síðu sína í kvöld og birti mynd af fyrirsætunni.
Kinsey sér væntanlega ekki eftir þessu en hún hefur eignast tæplega 200 þúsund nýja fylgjendur á Instagram.
Hér má sjá myndir af Kinsey í kvöld.
I can’t wait to Marry you ?? #Kinsey_Sue pic.twitter.com/goCLh6SImA
— Vitaly Zdorovetskiy (@Vitalyzdtv) 1 June 2019