Það var fjör hjá liði Esportiu Llanca á dögunum en félaginu tókst að komast upp um deild á Spáni.
Llanca er ekki lið sem margir kannast við og mun leika í sjöttu efstu deild á Spáni eftir sigur á Atletic Bisbalenc.
Félagið ákvað að koma leikmönnum sínum á óvart eftir sigurinn en þeir fengu óvæntan glaðning í búningsklefanum.
Leikmenn fögnuðu sigrinum vel og innilega áður en ung kona í leðurbúning kom og gerði allt vitlaust.
Félagið hafði ráðið strippara til að koma og skemmta leikmönnum og var hún eins og má sjá hrókur alls fagnaðar.
Myndir af þessu má sjá hér.