Sadio Mane, einn allra besti leikmaður Liverpool, var hársbreidd frá því að ganga í raðir Manchester United áður en hann samdi við liðið.
Mane greindi sjálfur frá þessu í gær en Louis van Gaal vildi mikið fá Mane á sínum tíma frá Southampton.
Sóknarmaðurinn ákvað þó á endanum að velja Liverpool eftir að hafa fengið hringingu frá Jurgen Klopp, stjóra liðsins.
,,Ég var mjög, mjög nálægt þessu og við funduðum meira að segja saman,“ sagði Mane við the Mirror.
,,Ég var á leiðinnni þangað, ég var staddur þarna og ræddi við þáverandi stjóra liðsins.“
,,Þeir lögðu fram tilboð í mig en í sömu viku þá hringdi Jurgen Klopp í mig. Hann sagði við mig að Liverpool væri rétta félagið, að hann væri rétti stjórinn fyrir mig og að það væri betra að semja við Liverpool.“
,,Þetta var rétti tíminn fyrir mig og ég svaraði bara að ég væri á leið til Liverpool.“