fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar segir Gary Martin ekki vandamálið: ,,Á ekki að koma á óvart að hann sé pínu krefjandi”

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 15. maí 2019 20:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framtíð sóknarmannsins Gary Martin hefur verið í umræðunni en hann er samningsbundinn Val.

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, tjáði 433.is það í gær að Gary mætti finna sér nýtt félag þrátt fyrir að hafa aðeins kom til liðsins fyrr á árinu.

Valur hefur verið í basli í upphafi tímabils og er aðeins með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.

Knattspyrnusérfræðingur Hjörvar Hafliðason segir að það sé vitleysa að kenna Gary um vandamál Vals.

,,Gary Martin er bara nákvæmlega eins og hann hefur verið síðan hann kom til Íslands,“ sagði Hjörvar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

,,Það á ekkert að koma Valsmönnum á óvart ef hann sé pínu krefjandi. Hann er ekkert vandamálið, þeir vissu nákvæmlega hvaða leikmann þeir voru að fá.“

,,Er þetta krísa? Nei en þessir fyrstu þrír leikir hafa verið slakir og meistarakeppnin var líka léleg.“

,,Þeir eru búnir að nota 18 leikmenn sem er svipað og Wolves var að nota í ensku úrvalsdeildinni í allan vetur.“

,,Það eru rosalega margir leikmenn í þrjá leiki. Það segir okkur eitt að þjálfarinn veit ekkert hvaða lið hann á að nota.“

,,Ef það er einn maður sem getur bjargað þessu þá er það Óli Jó, hann er besti þjálfarinn í deildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gæti mjög óvænt snúið aftur

Gæti mjög óvænt snúið aftur
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi

Smáþjóðin hirðir metið af Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

McTominay gerði gott betur en Ronaldo

McTominay gerði gott betur en Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar

Arsenal opið fyrir því að leyfa þessum þremur að fara strax í janúar
433Sport
Í gær

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“