Það var boðið upp á frábæra skemmtun í kvöld er lið Vals og Víkings R. áttust við í Pepsi Max-deildinni.
Um var að ræða opnunarleik mótsins og lauk honum með 3-3 jafntefli þar sem Valsmenn jöfnuðu metin þrisvar.
Hér á sjá það góða og slæma úr leiknum.
Plús:
Það skal hrósa Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara Víkings fyrir leik Víkings í kvöld. Haugur af ungum strákum sem þorðu að halda í boltann og gáfu besta liði landsins alvöru leik.
Viktor Örlygur Andrason var frábær í liði Víkings, á miðsvæðinu stjórnaði hann hlutunum. Fæddur árið 2000 og gæti sprungið út í sumar.
Stuðningsmenn Vals höfðu hraunað yfir Emil Lyng allan fyrri hálfleikinn, sögðu hann vonlausan leikmann. Hann svaraði fyrir sig með frábæru marki, kláraði færið afar vel.
Fallegasta mark ársins var líklega skorað á Hlíðarenda í kvöld, Logi Tómasson klobbaði Orra Sigurð og síðan Eið Aron. Hann smellti boltanum svo bara í skeytin. Bilað mark hjá bakverðinum unga.
Gary Martin var ljós punktur í leik Vals, það mun taka hann tíma að komast í takt við leikstíl Vals en hann mun skora haug af mörkum.
Mínus:
Eiður Aron Sigurbjörnsson gerði sig sekan um hörmungar mistök í fyrra marki Víkings, hann gaf boltann sem varð til þess að Víkingur skoraði.
Sóknarleikur Vals var stirður, Gary Martin var ekki að finna sig og leikmenn Vals voru ekki að skilja hann framan af leik.
Eiður Aron og Orri Sigurður létu gera grín að sér í öðru marki Víkings, létu báðir klobba sig. Takið manninn niður, þannig kemur þú í veg fyrir svona mark.