fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
433Sport

Yfir 600 dagar síðan hann fékk síðast tækifæri – Kom inná í kvöld og bekkurinn fór að hlæja

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 23. apríl 2019 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham vann 1-0 sigur á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld í mikilvægum leik í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Eina mark leiksins kom á 89. mínútu leiksins er Christian Eriksen skoraði með laglegu skoti fyrir utan teig.

Það merkilegasta við þennan leik er að sóknarmaðurinn Vincent Janssen kom við sögu hjá heimamönnum.

Janssen hefur verið hluti af leikmannahóp Tottenham á tímabilinu en hefur ekkert fengið að spila.

Hollendingurinn kom inná sem varamaður í seinni hálfleik en hans síðasti leikur kom þann 20. ágúst árið 2017.

Það var fyrir 611 dögum en Janssen virðist ekki eiga neina framtíð fyrir sér hjá þeim hvítklæddu.

Hann fékk þó nokkrar mínútur í sigri kvöldsins en hann kom einng inná sem varamaður gegn Chelsea árið 2017, þá á 91. mínútu.

Eins og má sjá hér fyrir neðan hafði Eric Dier ansi gaman að því að sjá Janssen loksins fá tækifæri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Búinn að hafna einu félagi í janúar

Búinn að hafna einu félagi í janúar
433Sport
Í gær

Ummæli Slot minna á manninn sem var rekinn

Ummæli Slot minna á manninn sem var rekinn
433Sport
Í gær

Fullkrug mættur til Ítalíu

Fullkrug mættur til Ítalíu
433Sport
Í gær

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“

Guardiola: „Misst ótrúlegan stjóra og ótrúlega manneskju“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arteta tjáir sig um meiðslin

Arteta tjáir sig um meiðslin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði

Gæti loks verið á förum – Fengi áfram vel yfir 200 milljónir á mánuði