fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Fanney háir hetjulega baráttu við krabbamein: Reynir stendur fyrir uppboði – ,,Langar að gera allt til þess að hjálpa“

433
Föstudaginn 19. apríl 2019 11:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann, stuðningsmaður Liverpool og áhrifavaldur stendur fyrir uppboði þessa dagana. Fanney Eiríksdóttir fékk að vita að hún væri með krabbamein degi eftir að hún fékk að vita að hún ætti von á dreng, hún fær allan ágóðann af þessu uppboði.

Þegar Fanney var gengin um 20 vikur fór að blæða lítillega hjá henni. Hún hringdi upp á kvennadeild og fór í skoðun. Ekkert óeðlilegt kom út en sýni var tekið. Hún þurfti að koma aftur til að láta taka klípusýni úr leghálsinum því leitarstöðin var lokuð vegna sumarfría.

Stuðningsmenn Liverpool á Íslandi, hvetja alla sem styðja liðið að taka þátt og reyna að styrkja Fanney og fjölskyldu hennar.

„[Læknarnir sögðu] þú hefur aldrei verið með neinar frumubreytingar. Frumubreytingar eru 10-15 ár að verða að krabbameini í rauninni. Það var rosalega mikið verið að hughreysta mig,“ segir Fanney í Ísland í dag.

Sýnið var tekið á fimmtudegi og fékk Fanney niðurstöðurnar á mánudegi. Hún var með krabbamein. „Ég held við höfum pínu frosið,“ segir Fanney. „Eina sem hann sagði síðan var hvort hann mætti skoða mig aðeins betur. Þá brotnaði ég pínu saman, byrjaði að gráta en svo hristi ég það af mér og lagðist á bekkinn og leyfði honum að skoða mig.“

Reynir sem stendur fyrir þessari söfnun en hann selur Liverpool platta, sem hægt er að hengja upp á vegg.

 ,,Eftir að ég horfði á Island í dag í vikunni varð ég mjög lítill í mér og fór að hugsa hvað lífið er ósanngjant og langaði mér að gera allt til að hjálpa elsku Fanney og börnum hennar,“ skrifar Reynir á Instagram

,,Ég ákvað að nota mátt og stærð samfélagsmiðils míns og bjóða þennan magnaða handskorna stál Liverpool veggplata til sölu hæstbjóðandi og mun allir peningurinn renna til Fanneyjar, stærð plattans er 65*45.“

Sem stendur er hæsta boð 155 þúsund krónur en hægt er að bjóða í verkið með þvi að smella á myndina hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar

Írskir fjölmiðlar svipta hulunni af leynivopni Heimis Hallgrímssonar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð

Ræðir umdeild félagaskipti sín – Segir Arsenal hafa svikið loforð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð

Þórður Gunnar heldur heim á Ísafjörð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni

Lögreglan leitar að manni – Fékk munnmök á klósetti og réðst á lögreglu í vikunni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning

Arne Slot vildi ekki selja þennan leikmann Liverpool í sumar – Vildi frekar að hann fengi nýjan samning
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“

Símon Grimmi vildi dæma Albert í fangelsi í 30 mánuði – „Samt sem áður ekki ótrúverðugur í sjálfu sér“
433Sport
Í gær

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
433Sport
Í gær

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið

Ummæli sem féllu eftir leik Real Madrid í gær vekja athygli í ljósi fréttafárs undanfarið