fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Er draumur Gumma Ben að rætast? – ,,Það á að henda þessum manni í fangelsi“

Victor Pálsson
Laugardaginn 13. apríl 2019 18:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joey Barton er þekktur fyrir það að vera ansi skapheitur en hann stýrir í dag liði Fleetwood í ensku þriðju deildinni.

Barton var ansi grófur og vitlaus leikmaður um tíma og nældi sér í ófá rauð og gul spjöld á skrautlegum ferli.

Hann stýrði Fleetwood í leik gegn Barnsley í dag en Barnsley hafði betur með fjórum mörkum gegn tveimur.

Barton fékk ekki að fara beint heim eftir leikinn en lögreglan stöðvaði bifreið hans fyrir utan Oakwell völlinn.

Barton er grunaður um að hafa ráðist á Daniel Stendel, stjóra Barnsley, í leikmannagöngunum eftir leik.

Lögreglan rannsakar nú þessar ásakanir en Barnsley gaf út tilkynningu þar sem staðfest var að málið yrði tekið fyrir.

Myndband af Barton yfirgefa völlinn má sjá hér fyrir neðan og svo fylgir eitt klassískt myndband þar sem þjóðargersemin Gummi Ben lýsir atviki sem átti sér stað fyrir nokkrum árum.

,,Það á að henda þessum manni í fangelsi,“ sagði Gummi á meðal annars er Barton fékk rautt spjald í leik gegn Manchester City og nú er að bíða og sjá hvort það gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota

Knattspyrnuheimurinn í áfalli – Samúðarkveðjur og sorg eftir andlát Diogo Jota
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn

Lífið lék við Jota þegar hann lést – Gifti sig fyrir tveimur vikum og átti þrjú börn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“