Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid á Spáni, er heimsþekktur knattspyrnumaður en hann hefur lengi þótt vera einn besti varnarmaður heims.
Ramos á aðdáendur út um allan heim en hann er til að mynda með 16 milljónir fylgjendur á Twitter.
Hann sendi skilaboð á leikarann Pablo Schreiber á dögunum þar sem hann hafði ýmislegt að segja.
Ramos spyr þar Schreiber hvort það sé eitthvað til í því að þeir séu líkir þegar kemur að útliti.
Það er óhætt að segja að það sé svipur með þeim félögum og var Schreiber ekki lengi að taka undir orð Ramos.
,,Ég heiti Sergio Ramos og er atvinnumaður í knattspyrnu. Ég veit ekki hvort þú fáir að heyra þetta en ég fæ skilaboð á hverjum degi þar sem mér er sagt að við séum líkir,“ skrifaði Ramos.
,,Hvað heldur þú? Gaman að kynnast þér, bróðir,“ bætti Ramos við áður en Schreiber tók undir ummæli Ramos og segist fá svipuð skilaboð.
Schreiber er leikari sem hefur vakið athygli undanfarin ár og hefur leikið í kvikmyndum á borð við Den of Thieves og 13 Hours.
.@schreiber_pablo, how are you? I’m Sergio Ramos, a Spanish professional soccer player. I don’t know if you get it much, but I receive lots of messages every day telling me that we look like each other. What do you think? ? Nice to meet you, brother! ? pic.twitter.com/hmTUi3xfjA
— Sergio Ramos (@SergioRamos) 27 March 2019