fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Einkunnir Íslands eftir niðurlægingu gegn Heimsmeisturunum: Aron Einar bestur

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. mars 2019 21:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá París:

Íslenska landsliðið átti ekki séns, þegar liðið heimsótti besta lið í heimi, Frakkland í undankeppni EM í París í kvöld.

Íslenska liðið reyndi sitt besta en það dugði ekki til, Frakkar eru númeri of stórir eins og staðan er í dag.

Samuel Umtiti kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik með skalla eftir fyrirgjöf frá Kylian Mbappe. Það var svo í síðari hálfleik sem Olivier Giroud komm heimamönnum í 2-0. Mbappe bætti svo við þriðja markinu á snyrtilegan hátt.

Antoine Griezmann kláraði svo leikinn með fjórða markinu, Ísland átti aldrei séns.

Einkunnir úr leiknum eru hér að neðan:

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson 4
Mistök hans í marki númer tvö voru dýr,  markið sem drap leikinn.

Birkir Már Sævarsson 5
Lenti á eftir Kylian Mbappe í þriðja markinu, hans einu mistök í leiknum.

Kári Árnason 5
Þrátt fyrir að liðið hafi fengið á sig fjögur mörk, var Kári með ágætis leiks.

Ragnar Sigurðsson 5
Ragnar byrjaði vel en eitthvað hvarf af einbetingu hans þegar líða tók á.

Sverrir Ingi Ingason 4
Sofandi í marki Umtiti, þarf að fara að sanna hvað hann getur í raun og veru með landsliðinu.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Var klaufalegur í aðdraganda marksins sem Umtiti skoraði, mætti stundum halda einbeitingu betur. Var svo kominn úr stöðu þegar annað markið kom.

Aron Einar Gunnarsson 6 – Maður leiksins
Klókur fyrirliði, var afar öflugur á þessum erfiða útivelli. Kann að spila þessa stóru leiki.

Birkir Bjarnason 5
Birkir var öflugur í fyrri hálfleik en það dróg verulega af honum þeim síðari.

Rúnar Már Sigurjónsson (´57) 5
Komst ágætlega frá sínu en vantar kannski aðeins meiri leikæfingu til að keppa við bestu leikmenn heim.

Gylfi Þór Sigurðsson 4
Virtist hreinlega vera meiddur, virkaði tæpur fyrir leik og náði aldrei takti.

Albert Guðmundsson (´62) 6
Átti afar góðan fyrri hálfleik, var oft einmanna en gerði bara vel með boltann. Þessi leikur kemur honum framar í röðina þegar Hamren velur í liðið.

Varamenn:

Arnór Ingvi Traustason (´57) 4
Kom inn á miðja miðjuna sem er ekki hans staða og var í vandræðum.

Alfreð Finnbogason (´62) 4
Komst aldrei í takt við leikinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?

Stór tíðindi af Mbappe væntanleg eftir vonbrigði gærkvöldsins?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“

Viðar segir að fullyrðing Guðmundar standist ekki – „Jájá, það er ástæða fyrir því að ég var ekki í hóp“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga

Sakar leigusala um að hafa gert líf sitt að helvíti – Mætti fyrir utan og gægðist á glugga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Silva aftur heim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar
433Sport
Í gær

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
433Sport
Í gær

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool

Þetta borga liðin á Englandi í laun á þessu tímabili – United borgar 12 milljörðum meira en Liverpool