fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Lára fór að stela mat af ömmu og afa vegna fíknar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 14:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Kristín Pedersen, opnar sig um fíkn sína og vandamál í viðtali við Fótbolta.net. Lára Krstín leikur með Þór/KA.

Lára ólst upp í Aftureldingu en fór þaðan í Stjörnuna, síðasta haust ákvað hún svo að skella sér til Akureyrar.

Lára hefur í mörg ár barist við matarfíkn, hún segir í viðtalinu frá því hvernig hún hámaði í sig pizzu úti í bíl. Hún er 24 ára gömul í dag og segi sögu sína en hún hefur bæði stolið og logið vegna sjúkdómsins.

„Þetta lýsir sér í óeðlilegu sambandi við mat, óeðlilegri hegðun í kringum mat og óeðlilegri löngun. Þetta er ekki bara það að þér finnist gott að borða. Þú breytir allri þinni hegðun í kringum mat,“ segir Lára við Fótbolta.net.

Það var frá 2016 til ársins 2017 þar sem matarfíkn Láru náði hámarki, hún fór í gegnum erfiða tíma.

„Sá vetur var sá langerfiðasti. Þá var þetta búið að taka það mikið yfir. Dagarnir voru allir eins. Maður vaknaði og ætlaði að hætta þessu loksins en það liðu kannski ekki meira en tíu mínútur áður en maður var farin út í ruslatunnu að ná í það sem maður henti kvöldinu áður og ætlaði ekki að snerta. Ég bý við hliðina á ömmu og afa og þá fór ég yfir til þeirra og stal einhverju af þeim. Maður var á beit allan daginn. Fór kannski í Hagkaup Garðabæ og nokkrum tímum seinna pantaði maður sér pizzu,“

Lára fór einnig að ljúga til að sleppa við æfingar með landsliðinu. Hún fór og hitti Freyr Alexandersson sem var þjáfari liðsins.

„Ég hef tvisvar ef ekki þris­var þurft að hitta Freysa fyr­ir landsliðsæfing­ar sem ég var boðuð á og treysti mér ekki á. Þá var ég búin að liggja á beit í marg­ar vik­ur áður en ég átti að mæta, og í raun­inni bara lýg að hon­um að ég sé þung­lynd og geti ekki mætt á æf­ingu. Hann sýndi því skiln­ing.“

Lára hefur leitað sér hjálpar og fer reglulega á fundi, hún segir baráttuna við fíknina ekki hætta. ,,Þetta kallast fráhald, þá heldur maður sig frá ákveðnum matartegundum sem valda fíkn, eins og alkahól fyrir alkahólistann. Þú vigtar allar þinn mat. Borðar þrjár nokkuð stórar máltíðir á dag og vigtar hvert einasta gramm.“

Viðtalið má heyra í heild hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Endar Jordan Pickford í London í sumar?

Endar Jordan Pickford í London í sumar?
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli

Erik ten Hag segir ensk blöð ljúga í þessu máli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu

Arteta virðist gefast upp á Jesus sem nú er til sölu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra

Komu öllum á óvart í vetur og tryggðu sér Meistaradeildarsæti – Voru í fallbaráttu í fyrra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld

Verða án 14 leikmanna í stórleiknum í kvöld
433Sport
Í gær

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu

Að vinna Meistaradeildina bjargar ekki starfinu
433Sport
Í gær

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið

Vildu að öryggisgæslan myndi fjarlægja útvarpsmanninn: ,,Ættir að skammast þín“ – Sjáðu myndbandið