fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Finnst hann loksins skipta máli eftir tvö ömurleg ár

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 9. janúar 2019 20:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt fyrir alla að standa sig vel hjá stórliði eins og Barcelona þar sem væntingarnar eru miklar.

Það er hægt að segja um framherjann Paco Alcacer sem samdi við Barcelona frá Valencia árið 2016.

Hann spilaði aðeins 23 deildarleiki fyrir Börsunga á tveimur árum og komst í raun aldrei í byrjunarliðið.

Hann skrifaði undir samning við Dortmund í byrjun ágúst og var lánaður þangað út tímabilið.

Alcacer hefur staðið sig frábærlega í Þýskalandi og samþykkti Dortmund að kaupa hann endanlega fyrir 20 milljónir punda.

Alcacer er markahæsti leikmaður þýsku Bundesligunnar með 12 mörk ásamt Luka Jovic hjá Fankfurt.

,,Síðan ég kom til Borussia Dortmund þá líður mér loksins eins og ég sé mikilvægur á ný,“ sagði Alcacer.

,,Ég spilaði mjög lítið í Barcelona síðustu tvö ár og þess vegna skil ég það að ég fái ekki að byrja alla leiki.“

,,Allir knattspyrnumenn vilja fá að spila. Ég er ekki ánægður á bekknum en ef við erum að ná frábærum árangri þá er það í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær

Sakar Arnar og Víking um að sýna vott af hroka í gær
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni

Magnaður Salah setti met í ensku úrvalsdeildinni
433Sport
Í gær

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“

Stjarnan var ‘hökkuð’ og óvænt færsla birtist á samskiptamiðlum – ,,Ég er mættur!“