fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan og hringdu í KSÍ – Mættu samt til leiks

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og greint var frá fyrir stuttu þá er mikil óvissa í kringum leik Hugins og Völsungs sem á að fara fram í dag.

Leikurinn átti að vera endurtekinn klukkan 16:30 í dag en leikur liðanna sem var spilaður í ágúst var á dögunum gerður ógildur eftir dómaramistök.

Í tilkynningu KSÍ var greint frá því að leikurinn skildi fara fram á Seyðisfjarðarvelli, heimavelli Hugins.

Í dag ákvað KSÍ hins vegar að færa leikinn yfir á Fellavöll á Egilsstöðum eftir að hafa fengið símtal frá Huginn í hádeginu.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, ræddi við Huginn fyrr í dag og þar sagði félagið Seyðisfjarðarvöll vera óleikhæfan. Vísir.is greinir frá.

Vísir hafði einnig samband við Örnu Magnúsdóttir, varaformann Hugins, nú rétt í þessu og þar segir hún að leikmenn Hugins séu tilbúnir til leiks á sínum heimavelli.

„Huginn er mættur í búning inn á velli. Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði að leikinn skildi endurtaka á Seyðisfjarðarvelli og þar erum við,sagði Arna í samtali við Vísi.

Talið er líklegt að Völsungur fari því heim með 3-0 sigur í pokanum og gæti Huginn átt von á dágóðri sekt frá knattspyrnusambandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín

Hrun Liverpool er áhugavert – Svona var staðan í lok janúar þegar Klopp kynnti áform sín
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu

Solskjær með áhugavert tilboð á borði sínu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir

Pungurinn virkar ennþá hjá Giggs – Fimmtugur og er að verða faðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar

Mun ekki vinna með Kristian – Launakröfurnar alltof háar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið

Slot telur nánast öruggt að tilboði Liverpool verði tekið
433Sport
Í gær

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik

Mjólkurbikarinn: Breiðablik óvænt úr leik
433Sport
Í gær

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton