fbpx
Föstudagur 22.mars 2019
433Sport

Spá 433.is: Pepsi deild karla – 1 sæti

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 15. apríl 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Keppni í Pepsi-deild karla hefst 27. apríl með tveimur leikjum en 1. umferðin klárast svo degi síðar. Það stefnir í að keppnin í ár verði hörð, bæði á toppi og á botni.

Valur hefur titil að verja í Pepsi-deildinni en liðið hafði mikla yfirburði á síðustu leiktíð, ekki eru nein merki á lofti um að keppnin verði öðruvísi í ár. Í Kaplakrika er Ólafur Kristjánsson nýr þjálfari og hann hefur gert miklar breytingar á leikmannahópi liðsins. Miðað við veturinn mun það taka einhverja leiki í sumar fyrir FH að verða að liði sem getur barist við Val.

KR-ingar fara bjartsýnir inn í mótið þrátt fyrir að leikmannahópur liðsins hafi oft verið sterkari, heim er mættur Rúnar Kristinsson sem er galdramaður í Vesturbænum. Seinast þegar hann stýrði liðinu var bikarfögnuður orðinn að hefð í Vesturbænum.

Í Garðabæ og Kópavogi gera menn sér vonir um að liðin geti blandað sér í þessa baráttu, til að svo verði má lítið út af bregða. Keflavík og Fylkir eru nýliðar í deildinni í ár en liðin hafa bæði mikla reynslu úr efstu deild, hún gæti skipt miklu máli. Sumarið gæti orðið erfitt hjá þeim og sömu sögu má segja um Víking Reykjavík og ÍBV sem eru nokkuð óskrifuð blöð.

Spáin:
2 sæti – FH
3 sæti – KR
4 sæti – Stjarnan
5 sæti – Breiðablik
6 sæti – KA
7 sæti – Fjölnir
8 sæti – Grindavík
9 sæti – Fylkir
10 sæti – ÍBV
11 sæti – Keflavík
12 sæti – Víkingur R.

Valur – 1. sæti
Spámenn 433.is spá því að Valur muni endurheimta Íslandsmeistaratitil sinn í sumar en liðið vann deildina með yfirburðum í fyrra. Valsmenn hafa ekki gert neitt annað í sumar en að styrkja liðið sitt. Liðið hefur fengið landsliðsmanninn Birki Má Sævarsson í sínar raðir og þá kom Kristinn Freyr Sigurðsson heim úr atvinnumennsku, hann var besti leikmaður Pepsi-deildarinnar sumarið 2016. Valsmenn eru liðið sem þarf að vinna í sumar og yrði það í raun ótrúlegt ef það ynni ekki deildina með þennan leikmannahóp.

Lykilmaður – Haukur Páll Sigurðsson
X-faktor – Ólafur Karl Finsen
Þjálfari – Ólafur Jóhannesson

Komn­ir:
Birk­ir Már Sæv­ars­son
Krist­inn Freyr Sig­urðsson
Ívar Örn Jóns­son
Ólaf­ur Karl Fin­sen
Sveinn Sig­urður Jó­hann­es­son
Tobi­as Thomsen

Farn­ir:
Nicolas Bögild
Sindri Scheving
Orri Sig­urður Ómars­son
Haukur Ásberg Hilmarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Redknapp stundi það að eyðileggja félög: ,,Sami helvitís kallinn“

Segir að Redknapp stundi það að eyðileggja félög: ,,Sami helvitís kallinn“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lék gegn Íslandi þegar Gylfi var 10 ára og mætir honum á morgun: ,,Þú sérð ekki Messi“

Lék gegn Íslandi þegar Gylfi var 10 ára og mætir honum á morgun: ,,Þú sérð ekki Messi“
433Sport
Í gær

Geðhjálp fordæmir niðurstöðu KSÍ: ,,Leikur án fordóma“

Geðhjálp fordæmir niðurstöðu KSÍ: ,,Leikur án fordóma“
433Sport
Í gær

Vonar innilega að Liverpool vinni ekki deildina: ,,Nú tjá þeir sig í fyrsta sinn í 20 ár“

Vonar innilega að Liverpool vinni ekki deildina: ,,Nú tjá þeir sig í fyrsta sinn í 20 ár“