Fabio Quagliarella er leikmaður sem margir kannast við en hann hefur víða komið við á ferlinum.
Quagliarella er 35 ára gamall í dag en hann hefur leikið fyrir lið á borð við Torino, Napoli og Juventus.
Framherjinn leikur í dag fyrir lið Sampdoria og hefur verið duglegur að skora síðustu tvö árin.
Hann skoraði stórkostlegt mark í dag í leik gegn sínum fyrrum félögum í Napoli en staðan er 3-0 fyrir Sampdoria.
Ítalinn skoraði með stórkostlegri hælspyrnu á lofti eins og má sjá hér fyrir neðan.
QUAGLIARELLAAAAA pic.twitter.com/uZQp7gszkO
— Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) 2 September 2018
Goal. Of. The. Season. Take a bow Fabio Quagliarella! ??? pic.twitter.com/yUjmPNEs74
— Adam Digby (@Adz77) 2 September 2018