Magni 2-3 ÍA
0-1 Stefán Teitur Þórðarson
1-1 Lars Óli Jessen
1-2 Jeppe Hansen
1-3 Stefán Teitur Þórðarson
2-3 Kristinn Þór Rósbergsson
ÍA er komið á toppinn í Inkasso-deild karla eftir leik við botnlið Magna í 19. umferð deildarinnar.
ÍA var tveimur stigum frá HK fyrir leikinn í dag og vann 3-2 sigur á Grenivík í stórskemmtilegum leik.
Útlitið er alls ekki nógu bjart fyrir Magnamenn sem sitja á botni deildarinnar með 13 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.