Það eru fáir leikmenn eins og N’Golo Kante, miðjumaður Chelsea, sem hefur staðið sig frábærlega í London.
Kante er mjög sérstakur karakter en hann er gríðarlega feiminn og vill alls ekki komast í svörtu bókina hjá öðrum leikmönnum.
Kante hefur líklega aldrei lent í rifrildi við annan leikmann í miðjum leik en hann virðist ávallt einbeita sér að sínum eigin leik.
Twitter notandinn AfcSharky hitti Kante í London á dögunum en Sharky er stuðningsmaður Arsenal.
Sharky tjáði Kante það að hann væri miður sín eftir 3-2 tap Arsenal gegn Chelsea um helgina.
Kante bað Sharky þá afsökunar á að hafa þurft að sigra leikinn áður en þeir félagar tóku mynd saman.
Afskaplega vinalegur hann Kante en mynd af þeim saman má sjá hér.