Juventus spilaði við Bayern Munchen í ICC æfingamótinu í nótt en leikið var í Bandaríkjunum.
Juventus hafði betur með tveimur mörkum gegn engu en Andrea Favilli skoraði bæði mörk liðsins í leiknum.
Favilli er 21 árs gamall framherji en hann gekk í raðir Juventus fyrr á þessu ári frá Ascoli.
Leikmaðurinn átti mjög góðan leik í 2-0 sigri Juventus í nótt en hann mun þó ekki spila með liðinu á næstu leiktíð.
Favilli verður lánaður til Genoa á næstu dögum en hann mun fá meiri spilatíma þar en hjá stjörnuprýddu liði Juventus.
,,Favilli er góður leikmaður. Hann er efnilegur en hann mun fara til Genoa. Við munum lána hann þangað,“ sagði Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, eftir leikinn í nótt.