fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433

Mynd: Stuðningsmaður Roma mætti með hamar til að berja stuðningsmenn Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool tók á móti Roma í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær en leiknum lauk með 5-2 sigri heimamanna. Það var Mohamed Salah sem kom Liverpool yfir á 36. mínútu með stórglæsilegu marki og hann bætti svo við öðru marki sínu á 45. mínútu þegar hann slapp einn í gegn og kláraði laglega framhjá Allison í marki gestanna.

Sadio Mane kom Liverpool svo í 3-0 í upphafi síðari hálfleiks áður en Roberto Firmino bætti við tveimur mörkum til viðbótar með stuttu millibili og staðan allt í einu orðin 5-0 fyrir Liverpool. Edin Dzeko minnkaði muninn fyrir Roma á 81. mínútu eftir slakan varnarleik Dejan Lovren og Diego Perotti bætti svo öðru marki við þegar hann skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

Lokatölur því 5-2 fyrir Liverpool sem er í ágætis málum fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Róm eftir rúma viku en það voru ljót atvik sem áttu sér stað fyrir leik.

Stuðningsmenn Roma fóru þá að ráðast á stuðningsmenn Liverpool og hafa tveir verið handteknir í málinu. Þeir eru grunaðir um tilraun til manndráps en einn stuðningsmaður Liverpool hefur verið að berjast fyrir lífi sínu.

Meira:
Sjáðu myndbandið – Tveir handteknir vegna tilraunar til manndráps

Einn mætti með hamar á svæðið og aðrir notuðu belti til að meiða stuðningsmenn Liverpool. Mynd af hamrinum er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild

Ipswich spilar í ensku úrvalsdeildinni – Voru nýkomnir í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Í gær

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar

Gæti snúið aftur í ensku úrvalsdeildina í sumar
433
Í gær

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur

Besta deild kvenna: Tindastóll gerði góða ferð í Garðabæinn – Breiðablik með þægilegan sigur