fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
433Sport

Rítalín og kellinga ummæli Ólafs skipta fólki í hópa – ,,Fólk gerir úlfalda úr mýflugu til þess að vera í réttu liði“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Ólafs Þórðarsonar knattsyrnugoðsagnar hafa vakið mikla athygli en hann er í áhugaverðu spjalli við Gunnlaug Jónsson í Návígi á Fótbolta.net í gær.

Ólafur er 52 ára gamall en hann hefur ekki verið í fótboltanum síðan sumarið 2015 þegar hann var þjálfari Víkings. Einn af þeim sem er óhress við Ólaf og ummæli hans er Helgi Seljan, sjónvarpsmaður á RÚV sem fer mikinn á Twitter og skrifaði. ,,Æ greyið steinþegiðu. Það að keyra vörubíl í Kraftgalla gerir þig ekki að einhverjum old wise man. Því síður að þú hafir geta reimað á þig takkaskó,“

Meira:
Helgi Seljan hjólar í Ólaf – ,,Það að keyra vörubíl í Kraftgalla gerir þig ekki að einhverjum old wise man“
Verið að Rítalín-dópa börn frá unga aldri – „Það er verið að kerlingavæða þetta“
„Börn í dag alin upp í bómull og á brjósti til tvítugs“

„Það er verið að kerlingavæða þetta allt saman. Það má enginn stíga út fyrir línuna, það má ekki segja neitt. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn og út á vellinum eru þetta dýrin í skóginum. Það má ekkert lengur,“ sagði Ólafur í viðtalinu

„Það er algjör skandall hvernig þetta er orðið. Það er verið að Rítalín-dópa börn frá unga aldri. Ef ég væri barn í dag, þá væri ég á tvöföldum Rítalín-skammti. Við erum að drepa karakterinn í þessum börnum, í staðinn fyrir að reyna að koma þeim í einhverja útrás til að þau geti notað alla þessa orku og kraft sem í þeim býr.“

Margir taka þó upp hanskann fyrir Ólaf og err Hjörtur Hjartarson útvarpsmaður og Skagamaður einn af þeim. ,,Ég er alls ekki sammála öllu sem Óli Þórðar segir, sumt er outdated rant og vitlaust. Hann er sömuleiðis vinur minn og ein allra besta, heiðarlegasta og yndislegasta manneskja sem ég hef kynnst. Hann hefur reynst mér ótrúlega vel, innan sem utan vallar.Allir sem þekkja hann vita,“ skrifar Hjörtur.

,,Ég leyfi mér jafnframt að gefa ekkert fyrir þessa sem hoppa hér fram og kalla Óla heimskan gamlan, illkvittinn kall. Þeir sömu geta aðeins látið sig dreyma um að verða jafn dásamlegar manneskjur hann sem má ekkert aumt sjá, prinsippmaður fram í hið óendanlega, traustur og hlýr.“

Guðjón Guðmundsson, Gaupi tekur undir með Hirti á Twitter. ,,Vel mælt Hjörtur. Mikið er ég sammála þinni nálgun. Ólafur Þórðarson hefur alltaf talað umbúðalaust og er mikill heiðursmaður. Fók gerir úlfalda og mýflugu til þess að vera í réttu liði. Brandari. Eina,“ skrifar Gaupi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun

Besta FH-lið sögunnar opinerað á morgun
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt

Reynolds og McElhenney buðu aftur í ferð til Vegas – Borga allt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur

Óttast það að Van Dijk vilji fara frá Liverpool – Segir augljóst að hann sé ósáttur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United

Rashford boðaður á krísufund hjá Manchester United
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið

Sjáðu hjartnæmt myndband – Klopp táraðist er unga listakonan afhenti honum málverkið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
433Sport
Í gær

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City

Þess vegna valdi Rice Arsenal fram yfir Manchester City
433Sport
Í gær

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun

Íslensku landsliðin vita örlög sín á morgun