fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Helgi Seljan hjólar í Ólaf – ,,Það að keyra vörubíl í Kraftgalla gerir þig ekki að einhverjum old wise man“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 11. apríl 2018 09:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ummæli Ólafs Þórðarsonar knattsyrnugoðsagnar hafa vakið mikla athygli en hann er í áhugaverðu spjalli við Gunnlaug Jónsson í Návígi á Fótbolta.net í dag.

Ólafur er 52 ára gamall en hann hefur ekki verið í fótboltanum síðan sumarið 2015 þegar hann var þjálfari Víkings.

Einn af þeim sem er óhress við Ólaf og ummæli hans er Helgi Seljan, sjónvarpsmaður á RÚV sem fer mikinn á Twitter.

Ólafur ólst upp á Akranesi og átti frábæran feril með félagsliði og landsliði. Hann ólst upp við mikla samkeppni á Akranesi sem var og er gríðarlegur knattspyrnubær.

Meira:
Verið að Rítalín-dópa börn frá unga aldri – „Það er verið að kerlingavæða þetta“
„Börn í dag alin upp í bómull og á brjósti til tvítugs“

Ólafur er ósáttur með það hvernig íslenskt samfélag er að breytast, hann telur það ekki gott.

„Það er verið að kerlingavæða þetta allt saman. Það má enginn stíga út fyrir línuna, það má ekki segja neitt. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn og út á vellinum eru þetta dýrin í skóginum. Það má ekkert lengur,“ sagði Ólafur í viðtalinu

Við þetta og fleiri ummæli er Helgi ósáttur og skrifar. ,,Æ greyið steinþegiðu. Það að keyra vörubíl í Kraftgalla gerir þig ekki að einhverjum old wise man. Því síður að þú hafir geta reimað á þig takkaskó,“ skrifar Helgi.

„Það er algjör skandall hvernig þetta er orðið. Það er verið að Rítalín-dópa börn frá unga aldri. Ef ég væri barn í dag, þá væri ég á tvöföldum Rítalín-skammti. Við erum að drepa karakterinn í þessum börnum, í staðinn fyrir að reyna að koma þeim í einhverja útrás til að þau geti notað alla þessa orku og kraft sem í þeim býr,“ sagði Ólafur einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar

Besta deild kvenna: Sandra skoraði fernu – Svakaleg endurkoma Stjörnunnar
433Sport
Í gær

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Í gær

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Í gær

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Í gær

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi