fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
433Sport

Verið að Rítalín-dópa börn frá unga aldri – „Það er verið að kerlingavæða þetta“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 10. apríl 2018 14:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Þórðarson knattsyrnugoðsögn er í áhugaverðu spjalli við Gunnlaug Jónsson í Návígi á Fótbolta.net í dag.

Ólafur er 52 ára gamall en hann hefur ekki verið í fótboltanum síðan sumarið 2015 þegar hann var þjálfari Víkings.

Ólafur ólst upp á Akranesi og átti frábæran feril með félagsliði og landsliði. Hann ólst upp við mikla samkeppni á Akranesi sem var og er gríðarlegur knattspyrnubær.

Meira:
„Börn í dag alin upp í bómull og á brjósti til tvítugs“

Ólafur er ósáttur með það hvernig íslenskt samfélag er að breytast, hann telur það ekki gott.

„Það er verið að kerlingavæða þetta allt saman. Það má enginn stíga út fyrir línuna, það má ekki segja neitt. Ég hef ekkert á móti femínistum en karlmenn eru bara karlmenn og út á vellinum eru þetta dýrin í skóginum. Það má ekkert lengur,“ sagði Ólafur í viðtalinu

„Það er algjör skandall hvernig þetta er orðið. Það er verið að Rítalín-dópa börn frá unga aldri. Ef ég væri barn í dag, þá væri ég á tvöföldum Rítalín-skammti. Við erum að drepa karakterinn í þessum börnum, í staðinn fyrir að reyna að koma þeim í einhverja útrás til að þau geti notað alla þessa orku og kraft sem í þeim býr.“

„Öll börn í dag eru á stofnunum frá unga aldri vegna þess að þau eru aldrei úti að leika sér eins og börn voru áður fyrr. Strákar í dag í kringum tvítugt hafa aldrei unnið handtak og það er algjör hörmung. Enda eru þeir svoleiðis grautlinir að það hálfa væri nóg. Þeir skíta á sig við að lyfta 100 kílóum.“

„Maður horfir á stráka í dag sem eru tvítugir. Þeir eru eins og maður var sjálfur 12, 13 ára. Þetta er ekki gott.“

Lestu meira um málið hérna

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester

England: Sheffield er fallið úr efstu deild – Burnley fékk stig í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“

‘Sá besti’ var ekki frábær fyrirliði – ,,Öðruvísi og sérstakur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi

„Galið“ ef hún verður áfram á Íslandi
433Sport
Í gær

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“

Hefur Klopp trú á að Liverpool geti unnið titilinn? – ,,Nei, það segir þér svarið“
Sport
Í gær

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“

Telur að þetta hafi aftrað Strákunum okkar á stórmótum – „Til háborinnar skammar“