Levanger tók á móti Álasund í norsku 1. deildinni í dag en leiknum lauk með 2-1 sigri gestanna.
Tom Erik Nordberg kom Levanger yfir á 6. mínútu en Erikson Lima jafnaði metin fyrir gestaina á 42. mínútu.
Það var svo Aron Elís Þrándarson sem skoraði sigurmark leiksins á 50. mínútu og lokatölur því 2-1 fyrir Álasund.
Aron Elís Þrándarsson, Hólmbert Aron Friðjónsson og Adam Örn Arnarsson voru allir í byrjunarliði gestanna í dag og þá kom Daníel Grétarsson inn á sem varamaður á 76. mínútu.
Liðið fer ágætlega af stað í deildinni og situr á toppnum með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina.