fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433

Heimir með gott grín: Enginn sem spilaði þennan leik fer með til Rússlands

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Perú mættust í vináttuleik í gærdag en leiknum lauk með 3-1 sigri Perú.

Það var Jón Guðni Fjóluson sem skoraði eina mark Íslands í leiknum en Renato Tapia, Raul Ruidiaz og Jefferson Farfan skoruðu mörk Perú.

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska liðsins var ágætlega sáttur með sína menn, þrátt fyrir tapið.

„Ég er aðeins svekktur með seinni hálfleikinn. Við vorum búnir að koma okkur ágætlega inn í fyrri hálfleikinn eftir hrikalega byrjun á leiknum,“ sagði Heimir í samtali við RÚV eftir leikinn.

„Að fá á sig mark, snemma leiks á móti svona liði er slæmt og planið var að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn en fyrsta korterið var lélegt hjá okkur og þeir voru einhvernvegin alltaf á undan okkur og við náðum aldrei að klukka þá.“

„Við höfðum mjög gott af þessum leik gegn Perú. Þeir eru mjög hraðir og skemmtilegir en samt mjög skipulagðir og gríðarlega duglegir. Þú færð í raun smjörþefinn af því hvernig það er að spila gegn virkilega góðri, Suður-Amerískri þjóð.“

„Þetta var mjög góður undirbúningur fyrir okkur fyrir Argentínu leikinn og við fengum fullt af svörum í þessari ferð og núna munum við bara halda áfram að fylgjast með þeim leikmönnum sem koma til greina fyrir lokamótið. Enginn sem spilaði þennan leik fer með til Rússlands, sagði Heimir í léttu gríni að lokum í samtali við RÚV.

Viðtalið við hann má sjá með því að smella hér en það byrjar á eftir rúmlega tvær mínútur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978

United ekki tapað fleiri leikjum á einu tímabili frá 1978
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar

Tvö stórlið á Englandi hafa áhuga á Thomas Tuchel í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara

Manchester United niðurlægt í Lundúnum – Heitt sæti Ten Hag verður bara heitara
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?

Um hvaða vælukór er Arnar að tala?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik

Fullyrt að Bruno sé meiddur og missi af sínum fyrsta United leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn

Réttarhöld yfir Kolbeini um miðjan mánuðinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins

Virðist ekki mjög spenntur fyrir því að snúa aftur til stórliðsins
433Sport
Í gær

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir

Var sterklega orðaður við Liverpool en mun halda kyrru fyrir