fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
433Sport

Félög fara í kringum leyfiskerfi KSÍ til að fá keppnisleyfi

Ekki öll félög sem standa við gerða samninga – Skulda oft marga mánuði

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. mars 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyfiskerfi KSÍ er hlutur sem félög í efstu deild karla og 1. deild karla þurfa að gangast undir. UEFA ákvað að öll félög sem taka þátt í Evrópukeppni frá og með haustinu 2004 skyldu hafa útgefið leyfi frá knattspyrnusambandi sínu. Í kerfinu verða félög að mæta lágmarkskröfum UEFA á fimm sviðum.

Knattspyrnusamband Íslands ákvað í kjölfarið að taka upp leyfiskerfi í efstu deild 2003 þannig að þau félög sem ynnu sér rétt til að leika í Evrópukeppni hefðu tilskilið leyfi KSÍ. Fyrir keppnistímabilið 2007 var leyfiskerfið síðan útvíkkað, þannig að það náði einnig til 1. deildar og undirgangast nú tvær efstu deildir Íslandsmóts karla kerfið. Leyfiskerfið á að gera félögum kleift að bæta skipulag sitt samkvæmt viðurkenndum lágmarksviðmiðum, gera fjármál íþróttarinnar sýnilegri sem ætti að leiða til aukinnar tiltrúar fjárfesta og meiri fjárfestinga utanaðkomandi aðila í íþróttinni, og bæta öryggi og ánægju áhorfenda á leið til leiks, meðan á leik stendur og að honum loknum.

Félög fara á bak við kerfið

Galli virðist hins vegar vera í kerfinu þegar kemur að fjármálum og því hvernig félög standa skil á gerðum samningum. Til að fá keppnisleyfi á hverju ári þarf lið í Pepsi-deild karla og 1. deild karla að fá alla samningsbundna leikmenn til að skrifa undir bréf þar sem leikmaður staðfestir að félagið hafi staðið við gerða samninga, að félagið hafi greitt öll laun og bónusa og að leikmaður eigi ekkert inni hjá félaginu. Undir þetta skrifa hins vegar leikmenn þrátt fyrir að félög í báðum deildum skuldi þeim fjármuni. Félagið biður leikmenn um það svo að það haldi keppnisleyfi sínu hjá KSÍ. Ekki þarf að leggja fram nein frekari gögn en staðfestingu leikmanns um að enginn vanskil séu til starfsmanna.

Boginn spenntur of hátt

Í dag ríkir góðæri á Íslandi og knattspyrnufélög hér á landi hafa tekið þátt í því, sum hafa hins vegar spennt boga sinn of hátt og geta ekki staðið við skuldbindingar. Sum félög í Pepsi-deild karla skulda til að mynda leikmönnum sínum margra mánaða laun. DV ræddi við nokkra leikmenn í deildinni sem hafa verið í þessari stöðu síðustu ár. Þeir hafa skrifað undir að félagið skuldi þeim ekkert þrátt fyrir að svo sé, félagið lofar að greiðslur berist innan tíðar en ef leikmaður neitar að skrifa undir getur félagið misst keppnisleyfi sitt á komandi leiktíð. Leikmenn gera þetta oft í góðri trú um að fjárhagur félagsins verði betri og hægt verði að standa við gerða samninga, einn leikmaður sem skipti um félag í Pepsi-deildinni í vetur hefur til að mynda ekki fengið laun sem hann átti inni hjá sínu gamla félagi þrátt fyrir að nú séu fimm mánuðir frá því að hann yfirgaf félagið. Leikmenn skrifa hins vegar undir svo félag þeirra fái keppnisleyfi.

Leikmenn hafa samband við KSÍ

Haukur Hinriksson er lögfræðingur hjá KSÍ og sér um leyfiskerfið. „Það þarf að koma staðfesting frá félögum um að engin vanskil séu við starfsmenn þeirra. Fyrir fund leyfisráðs skila ég inn gögnum um það og þá með athugasemdum ef við á. Félögin þurfa að sýna staðfestingu á þessu og gera það á mismunandi hátt. Það eru leikmenn sem hafa haft samband við mig og spurt út í þetta, ég segi þeim að kvitta ekki undir ef eitthvað vantar. Félögin hafa út mánuðinn til að skila gögnum,“ sagði Haukur um málið þegar DV leitað til hans.

Flest félög til fyrirmyndar

Þrátt fyrir að sum félög séu að spenna boga sinn allt of hátt eru flest félög í deildunum tveimur sem standa við gerða samninga, heimur fótboltans á Íslandi hefur breyst en hér áður fyrr treystu leikmenn ekki eins mikið á tekjur frá knattspyrnufélögum. Oftar en ekki var um að ræða aukapening og leikmenn voru yfirleitt í starfi, í dag eru hins vegar breyttir tímar þar sem margir leikmenn eru aðeins í starfi sem fótboltamenn og treysta því á laun frá félögum til þess að borga reikninga.

Kröfur og markmið leyfiskerfis:

Leyfiskerfi KSÍ tekur mið af lágmarkskröfum UEFA nema þar sem UEFA hefur samþykkt undanþágu, en undanþága er aðeins veitt til eins árs í senn.

Með leyfiskerfi í efstu tveimur deildum Íslandsmóts meistaraflokks karla er leitast við að ná fram ákveðnum markmiðum.

Mælanleg markmið eru sett á ári hverju í tengslum við árlegt endurmat.

Með Leyfiskerfi KSÍ (og Leyfiskerfi UEFA) leitast UEFA og KSÍ við að ná eftirfarandi markmiðum:

a) Að efla frekar og auka sífellt gæði á öllum sviðum knattspyrnunnar á Íslandi (og í Evrópu), ásamt aukinni áherslu á uppeldi ungra leikmanna.b) Að tryggja framvindu Evrópukeppna félagsliða yfir keppnistímabilið.c) Að fylgjast með því að sanngirni og heiðarleiki hvað varðar fjármál sé hafður að leiðarljósi í mótunum.d) Að þróa samræmd viðmið fyrir félagslið hvað varðar fjárhagslegar, knattspyrnulegar, lagalegar, starfsmannahaldslegar, stjórnunarlegar og mannvirkjalegar forsendur um alla Evrópu.e) Að tryggja að stjórnun og skipulag hvers félags sé traust.f) Að bæta knattspyrnumannvirki félaga til að sjá leikmönnum, áhorfendum og fulltrúum fjölmiðla fyrir vel búnum, vel staðsettum og öruggum leikvöngum, sem henta fyrir íslenskar aðstæður.g) Að efnahagsleg og fjárhagsleg geta félaga batni, gegnsæi og trúverðugleiki þeirra aukist, og nauðsynleg áhersla sé lögð á að félögin standi skil á skuldbindingum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði

Jadon Sancho stjórnaði fögnuði Dortmund í klefanum – Sjáðu lögin sem hann spilaði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag

Aftur vekur athæfi Darwin Nunez á Instagram athygli – Sjáðu myndina sem hann birti í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið

Arsenal og Manchester United áhugasöm um framherja sem fæst ódýrt – Annað félag leiðir þó kapphlaupið
433Sport
Í gær

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Í gær

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar

Chelsea vonast til að geta keypt Osimhen í sumar