Sjö morð í Sonoma

Ramon Salcido grunaði eiginkonu sína um ótryggð – Allir ættingjar hennar skyldu deyja

Carmina skrifaði síðar bók um lífsreynslu sína.
Við leiði systra sinna og móður Carmina skrifaði síðar bók um lífsreynslu sína.

Að kvöldi 13. apríl, 1989, tók Ramon nokkur Salcido, frá Sonoma-sýslu í Kaliforníu, vel á því í drykkju og kókaínneyslu, enda verulega niðurdreginn vegna yfirvofandi atvinnumissis og skilnaðar.

Salcido fékk þá flugu í höfuðið að hann hefði staðið í uppeldi þriggja stúlkna sem hann átti ekkert í og varð sannfærður um að eiginkona hans hefði verið honum ótrú með yfirmanni hans, Tracy Toovey, vínkaupmanni í Sonoma.

Að morgni næsta dags hafði Salcido ákveðið hvað gera skyldi, sá dagur varð verulega sorglegur.

Fleygt á sorphauga

Þennan morgun setti Salcido dætur sínar þrjár; Sophiu, fjögurra ára, Carminu, þriggja ára, og Teresu, eins árs, í fjölskyldubílinn og voru þær aðeins íklæddar náttfötunum. Síðan hóf hann leit að Angelu, eiginkonu sinni, en sú leit bar ekki árangur.

Salcido ók sem leið lá að sorphaugum skammt frá Petaluma-borg og skar þar dætur sínar á háls og henti þeim á haugana.

Kominn á bragðið

Salcido hugðist ekki láta þar við sitja og lagði sennilega höfuðið í bleyti. Niðurstaðan varð sú að kanna hvort Angela kynni að vera hjá móður sinni og þangað ók hann.

En Angela var ekki hjá móður sinni, en Salcido lét engu að síður hendur standa fram úr ermum. Hann byrjaði á að berja tengdamóður sína, Marion Richards, til bana en síðan færðist ofbeldið upp á nýtt og óhugnanlegra stig.

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.