fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ekki rétta niðurstaðan

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 30. desember 2016 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögð ýmissa stjórnmálamanna eftir úrslit síðustu alþingiskosninga eru ansi furðuleg en þeir hafa sagt að rétt væri að kjósa aftur í vor. Þetta nálgast það að vera hrein ósvífni. Kjósendur gerðu upp hug sinn í kosningum en þar sem stjórnmálamönnunum líkaði ekki niðurstaðan og töldu afar erfitt að vinna úr henni þá vilja þeir kjósa aftur sem allra fyrst. Þeir virðast ætlast til að kjósendur skipti um skoðun og kjósi á allt annan hátt en þeir gerðu örfáum mánuðum fyrr. Hvað ætla stjórnmálamennirnir svo að gera skipti þjóðin ekki um skoðun þannig að „rétt niðurstaða“ fáist heldur verði hún nokkurn veginn sú sama? Ætla þeir þá enn að grípa til þess að tala af þunga um hinn margfræga „ómöguleika“? Varla. Þeir myndu þá vísast slá af ýmsum kröfum og ná samkomulagi – sem er vitaskuld einmitt það sem þeir ættu að gera nú.

Það er ekkert nýtt að stjórnmálaflokkar sem fara í ríkisstjórnarsamstarf breyti áherslum sínum nokkuð til að ná samkomulagi við samstarfsflokk eða flokka. Ekki ætti það að vera erfiðara nú en áður. Það sem stendur í veginum er hins vegar það að stjórnmálamenn voru æði kokhraustir í kosningabaráttunni og útilokuðu samstarf við hina og þessa flokka af miklum móð. Þeir héldu þeim leik svo áfram eftir að úrslit kosninga voru ljós. Ekki var það skynsamlegt, eins og hefur nú vonandi runnið upp fyrir þeim.

Viss mál sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna segjast vart geta náð samkomulagi um eru ekki stórmál í augum þjóðarinnar. Eitt þessara mála snýst um hvort kjósa eigi um það hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta er ekki mál sem brennur á þjóðinni þótt einstaka stjórnmálamenn telji ógnarbrýnt að þar fáist niðurstaða. Það er ekkert sem bendir sérstaklega til að þjóðin muni þjóta á kjörstað til að kjósa um málið. Evrópumálin eru einfaldlega ekki mál málanna í dag. Flokkar sem eiga í stjórnarviðræðum ættu að átta sig á þessu. Stjórnarskrármálið er heldur ekki mál sem almenningur setur í forgrunn, enda ekki nokkur einasta ástæða til að gjörbylta stjórnarskránni, eins og einhver hópur virðist þó þrá svo mjög.

Þegar þetta er skrifað eiga Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð í viðræðum um ríkisstjórnarsamstarf. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fulltrúar þessara flokka setjast niður og ræða saman. Ekki er ástæða til annars en að ætla að nú muni þeir ná saman. Lengi hefur verið vitað hvar ágreiningur liggur og varla hefðu fulltrúar flokkanna í þetta sinn sest niður ef vonlaust væri að ná samkomulagi.

Gleðilegt ár!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv