fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Hylmt yfir kynferðisbrot mörg hundruð presta – Meira en 1.000 fórnarlömb

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 03:57

Kaþólskir prestar við messu. Mynd:Flickr

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áratugum saman var hylmt yfir kynferðisbrot mörg hundruð presta í Pennsylvania í Bandaríkjunum gegn börnum. Embættismenn kaþólsku kirkjunnar hylmdu kerfisbundið yfir málin, þar á meðal erkibiskupinn í Washington. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá bandarískum ákærudómstól.

Fram kemur að fórnarlömbin hafi hugsanlega verið mun fleiri en erfitt sé að segja til um það því skýrslur hafi glatast og sum fórnarlambanna þora hugsanlega ekki að stíga fram og segja sögu sína. Í skýrslunni kemur fram að rúmlega 300 prestar hafi tekið þátt í barnaníðinu en aðeins tveir þeirra hafa verið ákærðir fyrir brotin. Annar þeirra játaði sök.

Flest málanna eru fyrnd þannig að ekki verður hægt að ákæra prestana. Margir þeirra eru dánir, hættir störfum eða hefur verið vikið úr embætti.

Barnaníðið er sagt hafa verið allt frá þukli og káfi til nauðgana og að flest fórnarlömbin ef ekki öll hafi verið strákar. Í einu máli var strákur látinn sitja fyrir nakinn eins og hann hefði verið krossfestur. Síðan tók hópur presta myndir af honum en þeir framleiddu og dreifðu barnaklámi.

Á fréttamannafundi sagði Josh Shapiro, ríkissaksóknari í Pennsylvania, að embættismenn kirkjunnar hafi oft vísað ásökunum um kynferðisbrot á bug eða hunsað þær. Þeir hafi kerfisbundið sagt að þetta ætti ekki við rök að styðjast og hafi gert lítið úr málunum. Þetta hafi þó ekki verið eitthvað til að gera lítið úr, hér hafi verið um barnaníð að ræða, þar á meðal nauðganir.

„Prestar nauðguðu litlum strákum og stelpum og guðsmenn sem báru ábyrgð á þeim gerðu ekki neitt. Þeir leyndu þessu öllu.“

Donald Wuerl, erkibiskup í Washington, er einn þeirra sem er sakaður um hylmingar í skýrslunni en hann var biskup í Pittsburgh frá 1988 til 2006. Hann vísar öllum ásökunum á bug og segist hafa reynt að stöðva ofbeldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig