fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024

Rvk Sound: Litrík flóra reggítónlistar á áttugasta fastakvöldinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 11. maí 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir hálfs árs hvíld hefja Rvk Sound aftur mánaðarlegu göngu fastakvöldana á laugardaginn þann 12. maí á efri hæð Paloma með áttugasta kvöldinu.

„Rvk Sound er hópur plötusnúða og tónlistarmanna sem starfa við kynningu reggítónlistar og er markmiðið hans að efla senu þessarar tónlistar sem áður var ekki sinnt sem skildi hér á landi,“ segir Elvar Ingi Helgason.

Sumarið 2010 byrjaði Elvar með mánaðarleg reggíkvöld á kaffihúsinu Hemma & Valda undir formerkjum Rvk Soundsystem. Hálfu ári síðar bættust við í hópinn þeir Gnúsi Yones úr Amabadama, bróðir hans Kalli Youze og DJ Kári. Síðar bættust við þeir Arnljótur og Teitur úr Ojba Rasta og plötusnúðurinn Cyppie. Vinsældir fastakvöldana ukust hratt og við lokun Hemma & Valda fluttu kvöldin yfir á Faktory og svo á Paloma.

Á síðustu átta árum hefur Rvk Sound staðið fyrir 79 mánaðarlegum kvöldum, opnum útitónleikum, vikulegum útvarpsþætti á FM Xtra, spilað á tónlistarhátíðum bæði innanlands og á Spáni, gefið út fjölda mixdiska og tónlist á vínil og unnið að Reggíkvikmyndahátíð í samstarfi við Bíó Paradís.

Á tónleikunum á laugardagskvöld mun Rvk Sound, ásamt góðum gestum, bjóða upp á alla þá litríku flóru sem reggí hefur upp á að bjóða: reggae, roots, dancehall og dub og fleira.

Gestir kvöldsins eru þær Sound Sisters, plötusnúður og söngkona frá Póllandi, söngvarinn og rapparinn Lefty Hooks, slagverksleikarinn Cheick úr reggae sveitinni The Right Thingz og Bangoura Band, raftónlistarmaðurinn Panoramix og Steinunn úr reggísveitinni Amabadama.

Viðburður á Facebook.

Rvk Sound á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 7 klukkutímum

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass

Halla Hrund komin með forystu í nýrri skoðanakönnun – Skýtur Katrínu og Baldri ref fyrir rass
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða

Fyrstu kaup Slot gætu orðið áhugaverð – Kostaði lítið fyrir ári en nú kostar hann tæpa 10 milljarða
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista

Chelsea skoðar að reka Pochettino – Þrír menn á lista
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe

60 ára og skrefi nær því að verða elsti þátttakandi Miss Universe
Fókus
Fyrir 13 klukkutímum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum

Dregið í bikarnum – Stórleikur í Garðabænum