fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fókus

Fyrsta kvikmyndin sem er frumsýnd í beinni

Leikstjórnarfrumraun Woody Harrelson var sýnd í beinni útsendingu

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 29. janúar 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Woody Harrelson frumsýndi sína fyrstu kvikmynd sem leikstjóri um síðustu helgi. Það sem er sérstaklega áhugavert við myndina, Lost in London, er að hún var tekin upp í einni óslitinni hundrað mínútna töku á götum Lundúna og send út í beinni útsendingu í 500 kvikmyndahús í Bandaríkjunum og eitt í Bretlandi. Yfir hundrað manns komu að tökunni og ferðaðist myndavélin milli fjórtán tökustaða víðsvegar í London. Aðstandendur myndarinnar halda því fram að þetta sé í fyrsta skipti sem kvikmynd sé gerð og sýnd á þennan hátt.

Það er fyrst og fremst aðferðin frekar en innihaldið sem hefur vakið athygli og áhuga en í myndinni setur Harrelson á svið ævintýralegar raunir sem hann upplifði eina nótt í London árið 2002 – og segir „allt stóran hluta sögunnar“ vera sannan. Nóttin örlagaríka endaði með því að leikarinn var handtekinn fyrir að eyðileggja leigubíl. Auk Harrelson fara meðal annars Owen Wilson og kántrýstjarnan Willie Nelson með hlutverk í myndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu

Uppnám á tónleikum Laufeyjar – Hundruð falsaðra miða í umferð og sviknir aðdáendur grétu
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“