fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tarzan í hjarta myrkursins

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2016 21:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tarzan er erfiður viðfangs. Annars vegar er hann einhver vinsælasta kvikmyndapersóna sögunnar, ofurhetja fyrir tíma ofurhetja, en hins vegar þykir hann gamaldags og jafnvel hálfrasískur. Því er erfitt að lífga hann við, en margt er hér vel gert. Sagan er látin gerast rétt eftir Berlínarfundinn þegar Evrópuveldin skiptu Afríku upp á milli sín. Og það er sniðugt að gera hinn sannsögulega George Washington Williams, sem kom upp um hryllinginn í Kongó, að sögupersónu.

Leópold Belgíukonungur er smám saman að fá sinn sess í sögunni sem einn helsti fjöldamorðingi hennar ásamt Hitler og Stalín, drap líklega um 14 milljónir manns, og þar sem Indiana Jones barðist gegn nasistum er því sanngjarnt að Tarzan berjist gegn honum. Umgjörðin er flott og upphafsatriðið þar sem Belgíuhermönnum er slátrað af innfæddum boðar gott.

En því miður fer sagan fyrir lítið. Það á að ræna Tarzan sem svo aftur á að bjarga Jane, og hin mikla umgjörð gleymist nánast. Hluti hennar er endurlit í æsku Tarzan, en þessir tveir hlutar ganga ekki fyllilega saman og betra hefði verið að einbeita sér að öðru hvoru.

Líkami Alexander Skarsgård er undur að sjá og er hér ekki lávarður apa heldur apabróðir, eins og jafnréttissinnaðir Íslendingar hafa alltaf viljað hafa það. Christoph Waltz er strax orðinn þreyttur sem illmenni og ætti að finna sér ný hlutverk. Og einhvern veginn tekst síðasta hálftíma sumarstórmynda alltaf að vera eins, svo maður nánast lítur á klukkuna. Eiginlega hefði maður allt eins viljað fá sögulega stórmynd um Williams, sem átti ekki síður ævintýralega ævi en skáldsagnapersónan Tarzan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Í gær

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna

Jón og Hafdís selja Seltjarnarnesvilluna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi