fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Endurgera sögufrægt hús í Aþenu sem listarými

Eva Ísleifsdóttir myndlistarkona er í alþjóðlegum hópi sem byggir upp nýtt verkefnarými í miðborg Aþenu – „Aþena er borg sem tifar“

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 23. júní 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska myndlistarfólkið Eva Ísleifsdóttir og Brynjar Helgason eru í alþjóðlegum hópi listamanna, arkitekta og hönnuða sem vinna nú að því að gera upp sögufrægt en niðurnítt hús í miðborg Aþenu í Grikklandi og byggja þar upp listarými með vinnustofum og sýningarrými.

Markmið hópsins, sem safnar nú fyrir verkefninu á hópfjármögnunarsíðunni We Make It, er að skapa alþjóðlegan vettvang þar sem mismunandi skapandi greinar og geta mæst og átt í samtali og þannig myndað nýjar og áhugaverðar tengingar, auk þess sem unnið verður að samstarfsverkefnum með samfélögum í nágrenni hússins.

Féllu fyrir borginni

Hópurinn sem nefnist A-Dash á uppruna sinn í vinnustofudvöl Evu Ísleifsdóttur í Aþenu árið 2015 þar sem hún kynntist svissnesku listakonunni Noemi Niederhauser. „Okkur kom svo vel saman og féllum algjörlega fyrir borginni þannig að við tókumst í hendur að lokinni dvöl og ákváðum að flytja til Aþenu á nýju ári,“ segir Eva.

Fljótlega eftir að þær höfðu uppfyllt loforðið bættust Zoe og Catriona Gallagher í hópinn og ekki leið að löngu þar til sú hugmynd kviknaði að gera upp sögufrægt hús í eigu fjölskyldu Zoe sem lista- og verkefnarými. Húsið er byggt um 1900 í nýklassískum stíl og er friðað, en engu að síður hefur það verið í niðurníðslu undanfarin ár.

„Vegna fjárskorts og áhugaleysis stjórnvalda hefur húsið að mestu leyti grotnað niður og er að verða að rústum – eins og svo mörg hús í Aþenu. Hér eru ótal tóm og yfirgefin hús, en stjórnvöld hafa jú meira að hugsa um varðandi lífsskilyrði borgarbúa og flóttamannavandann sem geisar. Það er mikið atvinnuleysi, heimilisleysi og almenn krísa,“ segir Eva.

Að lokum bættust Benjamin Cohen og Brynjar Helgason í hópinn. „Af einskærum áhuga og vináttu komu þeir til Aþenu til þess að hjálpa við að gera upp húsið,“ segir Eva.

Mynd: A-Dash

Sögufrægt hús öðlast nýtt líf

Við sjáum fyrir okkur að húsið verði lifandi vera, með sinn karakter og sögu.

Eva segir bygginguna og staðsetninguna vera um margt sögufræga, þar ku gríska frelsishetjan Yannis Makriyannis hafa dvalist um hríð og þar var síðar vinsæll veitingastaður um margra ára skeið. Þegar hópurinn hefur unnið í húsinu hefur því verið mikið um að eldra fólk úr hverfinu kíki inn, rifji upp minningar sínar af staðnum og forvitnist um hvað muni rísa næst í þessu fornfræga húsi.

„Við sjáum fyrir okkur að húsið verði lifandi vera, með sinn karakter og sögu. Húsið er tveggja hæða og hægt að ganga inn í það að framan- og aftanverðu. Svo erum við með port eða garð þar sem hægt verður að setjast út og sýna bíómyndir og myndbandsverk. Einnig eru hugmyndir um að hafa súpukvöld einu sinni til tvisvar í mánuði. Þar væri þá eldað ofan í alla sem koma og fólk gæti spjallað um lífið og tilveruna – nú eða bara borðað og ekkert spjallað. Í grunninn er þetta einstakt tækifæri til að gera upp þetta sérstaka hús áður enn það eyðileggst og skapa frábærar vinnustofur og sýningarrými í hjarta Aþenu,“ segir Eva.

Aþena er borg sem tifar, Aþena er lifandi.

Andrými í lifandi borg

„Aþena er borg sem tifar, Aþena er lifandi,“ segir Eva um ástæður þess að hópurinn hafi laðast að grísku höfuðborginni.

„Þegar maður segir fólki hvaðan maður er, hlær það oft og spyr af hverju maður hafi verið að koma hingað frá Íslandi ? Ég segi oft „because of the micro-climate“,“ útskýrir Eva.

Virðist þér þá vera meiri möguleikar í Grikklandi fyrir svona grasrótarverkefni en annars staðar?

Eftir hrun verður yfirleitt eitthvert rof, það myndast eitthvert rými. Það er eins og hvatinn til að gera hlutina sjálfur verði sterkari.

„Það er gróska í myndlist þarna, það er spurning hvort það sé þetta andrými sem gefur færi á því. Það er samt ekki þannig að það úi og grúi af galleríum og verkefnarýmum, heldur eru þetta frekar einstakir viðburðir sem listamenn standa sjálfir fyrir. En eftir hrun verður yfirleitt eitthvert rof, það myndast eitthvert rými. Það er eins og hvatinn til að gera hlutina sjálfur verði sterkari – „ef ég geri það ekki, þá gerir það enginn!““ segir Eva og nefnir nokkur önnur svipuð verkefni í Aþenu þar sem hópar fólks hafa tekið sig saman og gert upp niðurnídd hús og skapað líflegan vettvang fyrir list og nærsamfélög.

„Það er líka mikið um myndlistarverkefni sem koma annars staðar að úr heiminum, með fjármagn annars staðar að úr Evrópu. En það er mikilvægt fyrir okkur að vera ekki bara einangraður hópur af erlendum listamönnum sem heldur sig út af fyrir sig í sínum vinnustofum og sýningarrýmum. Við viljum samstarf við gríska myndlistarmenn og verkefni sem eru frá Aþenu,“ segir Eva.

Hópurinn stendur nú fyrir hópfjármögnun til að fjármagna lagfæringu og vinnu við húsið á vefsíðunni We Make It. „Hópfjármögnun varð fyrir valinu af því að við höfðu heyrt af góðum árangri ýmissa verkefna sem annars var erfitt að finna peninga fyrir. Við erum líka að skoða styrki samhliða söfnuninni, þá mögulega styrki sem tengjast varðveislu menningarminja, eða samstarfsverkefnum listamanna frá þessum löndum.“

Hægt er að leggja A-dash hópnum lið og styrkja verkefnið á vefsíðunni https://wemakeit.com/projects/a-dash-project-space-athens

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rappari dæmdur til dauða

Rappari dæmdur til dauða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm