fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Yfir helmingur Íslendinga hlynntur listamannalaunum

Stuðningur við að ríkið greiði listamannalaun hefur aukist á milli ára – Viðhorf mjög breytilegt eftir stuðningi við stjórnmálaflokka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir helmingur Íslendinga er fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um viðhorf fólks til listamannalauna frá ríkinu.

Þar sögðust 53 prósent svarenda vera fylgjandi listamannalaunum og 46 prósent á móti.

Könnunin var framkvæmd dagana 12. janúar til 20. janúar 2016 og var heildarfjöldi svarenda 922 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að ríkið greiði listamannalaun?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög fylgjandi“, „Frekar fylgjandi“, „Frekar andvíg(ur)“ og „Mjög andvíg(ur)“. Samtals tóku 86,2 prósent afstöðu spurningarinnar.

Samkvæmt MMR hefur hlutfall þeirra sem eru fylgjandi aukist um yfir 7 prósent síðan í febrúar 2013 og um yfir 14 prósent síðan í mars 2010.

Ekki var mikill munur á viðhorfi svarenda eftir aldri fyrir utan yngsta svarendahópinn þar sem töluvert fleiri sögðust vera fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun.

Sjá má að viðhorf til listamannalauna eru mjög breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Sem dæmi eru 77 prósent þeirra sem styðja Framsókn og 68 prósent þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn andvíg listamannalaunum, en á hinn bóginn eru 80 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun.

Hér má sjá nánar um niðurstöðu könnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra

Svarthöfði skrifar: Ramakvein bílaleiguforstjóra
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári

Miðflokkurinn rekinn með 133 milljón króna halla á síðasta ári
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn

Þórhallur hvetur fólk til að láta áfengið eiga sig um jólin og gera þetta í staðinn