fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025

Yfir helmingur Íslendinga hlynntur listamannalaunum

Stuðningur við að ríkið greiði listamannalaun hefur aukist á milli ára – Viðhorf mjög breytilegt eftir stuðningi við stjórnmálaflokka

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. janúar 2016 09:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir helmingur Íslendinga er fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR um viðhorf fólks til listamannalauna frá ríkinu.

Þar sögðust 53 prósent svarenda vera fylgjandi listamannalaunum og 46 prósent á móti.

Könnunin var framkvæmd dagana 12. janúar til 20. janúar 2016 og var heildarfjöldi svarenda 922 einstaklingar, 18 ára og eldri.

Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að ríkið greiði listamannalaun?“ Svarmöguleikar voru: „Mjög fylgjandi“, „Frekar fylgjandi“, „Frekar andvíg(ur)“ og „Mjög andvíg(ur)“. Samtals tóku 86,2 prósent afstöðu spurningarinnar.

Samkvæmt MMR hefur hlutfall þeirra sem eru fylgjandi aukist um yfir 7 prósent síðan í febrúar 2013 og um yfir 14 prósent síðan í mars 2010.

Ekki var mikill munur á viðhorfi svarenda eftir aldri fyrir utan yngsta svarendahópinn þar sem töluvert fleiri sögðust vera fylgjandi því að ríkið greiði listamannalaun.

Sjá má að viðhorf til listamannalauna eru mjög breytileg eftir stuðningi við stjórnmálaflokka. Sem dæmi eru 77 prósent þeirra sem styðja Framsókn og 68 prósent þeirra sem styðja Sjálfstæðisflokkinn andvíg listamannalaunum, en á hinn bóginn eru 80 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna eða Vinstri græna fylgjandi því að ríkið greiði út listamannalaun.

Hér má sjá nánar um niðurstöðu könnunarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman

Bretar loks að fatta það sem Íslendingar hafa vitað árum saman
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
Pressan
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti

Svona er hægt að kæla bjór og gos á nokkrum mínútum án þess að nota frysti