fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Matur

Pabbinn ætlaði ekki að falla fyrir jólahrekk dótturinnar aftur: Bjóst ekki við þessu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 27. desember 2018 14:00

Frábær hrekkur!

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skoska söngkonan Judy Brown heldur mjög fast í eina jólahefði – að leggja gildru fyrir föður sinn með misjöfnum árangri. Judy fann upp á góðum hrekk fyrir tveimur árum með það að markmiði að fá föður sinn til að borða rósakál. Hún ákvað að pakka rósakálinu inn í umbúðir konfekts sem faðir hennar elskar út að lífinu, súkkulaði- og heslihnetukúlanna Ferrero Rocher.

Hrekkurinn tókst vel en pabbi hennar borðaði ekki eitt einasta rósakál þar sem augljóst var hvað var í umbúðunum þegar hann var búinn að taka utan af kúlunum.

Judy ákvað að sleppa hrekknum í fyrra, þar sem faðir hennar horfði mjög grunnsamlega á Ferrero Rocher-kúlurnar og snerti þær ekki, sem þýddi að hinir í fjölskyldunni fengu meira en nóg af konfektinu.

Í ár ákvað hún þó að freista þess að fá föður sinn til að borða rósakál, eins og hún segir svo listilega vel frá á Twitter. Hins vegar var það morgunljóst að ekki dugði til að pakka bara rósakálinu inn í Ferrero Rocher-umbúðir. Judy þurfti að ganga lengra.

Því ákvað hún að kaupa kassa af konfektinu og taka það úr umbúðunum. Því næst bræddi hún súkkulaði, húðaði rósakál með því að velti kúlunum síðan upp úr heslihnetum þannig að engin leið væri að sjá að um rósakál væri að ræða. Hún fór yfir allt ferlið á Twitter fyrir áhugasama.

Svo pakkaði hún rósakálinu inn í umbúðirnar og lokaði kassanum með sama límbandi og var á honum áður, ásamt því að nota smá lím til að engin verksummerki væru sjáanleg. Kassann setti hún svo í poka með öðrum matvörum og þó faðir hennar færi varlega þegar kom að konfektinu tókst þetta loksins hjá henni Judy – faðir hennar borðaði hrátt rósakál.

Hver ætli hrekkur næsta árs verði?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
07.05.2025

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til

Svona er matarbúrið hjá einni þekktustu konu heims – Eins og lítil verslun þar sem enginn draslar til
Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
21.03.2025

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“

„Við heyrðum neyðarkallið og ákváðum að bregðast strax við“
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“