fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Borgarstjórn rankar við sér

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 12. maí 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar:

Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur með allnokkrum rétti verið sakaður um að vera í herferð gegn einkabílnum.  Ríkur vilji virðist vera hjá borgarfulltrúum meirihlutans til að hafa vit fyrir fólki þegar kemur að ferðamáta. Þannig er talið mun æskilegra að fólk fari í strætó eða vippi sér á reiðhjól þurfi það að fara ferða sinna en að það setjist upp í sinn eigin bíl. Þessi áhersla borgarmeirihlutans mætir ekki sérstökum skilningi borgarbúa sem harðneita að láta sér segjast. Þeim til afsökunar má segja að vindasamt og erfitt sé að hjóla í íslensku borgarumhverfi og strætó er ekki valkostur í huga margra einfaldlega vegna þess að of langur tími líður á milli ferða. Það er þægilegur kostur að velja einkabílinn, sem er fyrsta val flestra. Það virðist ekki ætla að breytast hvort sem meirihluta borgarstjórnar líkar betur eða verr.

Meðan bíleigendur eiga í hinu mesta basli við að finna hentug bílastæði í borginni hafa rútur fullar af ferðamönnum ekið um þröngar götur miðbæjarins svo að segja á hvaða tíma sólarhrings sem er og lagt þar sem bílar hins almenna borgara fá aldrei að leggja. Vegfarendur eiga iðulega fótum sínum fjör að launa þegar þessi fyrirferðarmiklu farartæki koma æðandi í öllu sínu veldi. Það er greinilegt hver krefst þess að eiga forgang.

Íslendingar vilja telja sig gestrisna þjóð þótt hin mikla fjölgun ferðamanna hafi orðið til þess að græðgishugsun hafi eflst og dafnað hjá of mörgum sem starfa í ferðamannaiðnaðinum. Erlendur ferðamaður virðist í hugum ýmissa þjónustuaðila fyrst og fremst vera einstaklingur sem hægt er að græða á. Það þýðir samt ekki að ómögulegt sé að gera vel við hann. Til dæmis varð til sá undarlegi siður að keyra erlenda ferðamenn upp að dyrum þeirra gistastaða sem þeir hafa valið sér. Íslendingar vildu örugglega sjálfir búa við slíkan lúxus þegar þeir ferðast erlendis, en upp á það er sjaldan eða aldrei boðið. Menn skulu bara gjöra svo vel og bjarga sér – og gera það yfirleitt möglunarlaust.

Kolbrún Bergþórsdóttir ritstjóri DV.

Borgarstjórn hefur að ákveðnu marki brugðist við þessum vanda  og setti á sínum tíma reglur sem heftu umferð risastórra hópbifreiða um miðbæinn, en það leysti ekki nema hluta vandans. Nú munu ganga í gildi nýjar reglur til að draga úr umferð hópbifreiða, óháð stærð þeirra. Bannsvæði er stækkað en safnstæðum fyrir hópbifreiðar verður fjölgað. Þessar reglur munu gilda í sumar og verða síðan endurskoðaðar í ljósi reynslunnar.  Þetta er viturleg ráðstöfun og löngu tímabær. Það er mun gáfulegra að setja takmörk á þennan fyrirferðarmikla og ónauðsynlega akstur, sem mengar og skapar hættu, fremur en að líta það hornauga að fjölskyldur noti einkabíl sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki