Illvirki í Ástralíu

Myrti fimm karlmenn – Beitti hnífnum óspart

Kolbeinn Þorsteinsson skrifar
Sunnudaginn 17. september 2017 22:00

Þann 4. júní, 1961, voru rannsóknarlögreglumenn í Sydney í Ástralíu sendir almenningsbaðhús þar í borg. Þar á milli búningsskýla hafði fundist illa útleikið lík af karlmanni. Um var að ræða Alfred Greenfield og hafði hann verið stunginn 30 sinnum og kynfæri hans fjarlægð.

Þar sem baðhúsið var þekkt sem samkomustaður samkynhneigðra manna grunaði lögregluna að um hatursglæp væri að ræða. Sá grunur fékkst staðfestur þegar lík karlmanns, Williams Cobbin, fannst í Moor-garði sem einnig var vinsæll stefnumótastaður samkynhneigðra karlmanna. Hafði Cobbin verið stunginn oftar en þrjátíu sinnum og kynfæri hans skorin af.

Morðinginn lýkur verkinu

Þann 31. mars, 1962, var maður nokkur í göngutúr í Darlinghurst ásamt eiginkonu sinni og ungbarni. Á vegi fjölskyldunnar var særður karlmaður, Frank McLean, sem fossblæddi.

Fjölskyldan fór að finna lögregluna og þegar hana bar að var ljóst að eitthvað hafði gerst í millitíðinni.
McLean hafði verið dreginn lengra upp göngustíginn, hlotið fleiri hnífsstungur auk þess sem brækurnar höfðu verið dregnar niður og kynfæri hans skorin af.

Talið var líklegt að morðinginn hefði heyrt til fjölskyldunnar og falið sig, en snúið síðan aftur og lokið verki sínu.

Ferlegur fnykur vekur athygli

Síðar fékk lögreglan tilkynningu um ferlegan fnyk sem lagði frá lítilli verslun í Burwood í Nýju Suður-Wales. Eiganda verslunarinnar var hvergi að finna svo lögreglan braust inn. Til að byrja með gátu laganna verðir ekki fundið uppruna stybbunnar, en þegar þeir rifu upp nokkur gólfborð leystist gátan.

Undir gólfinu var hálfnakið lík manns, svo rotið að ekki var hægt að bera kennsl á það, en lögreglan taldi sig hafa fundið líkamsleifar eiganda verslunarinnar, Williams MacDonald. Fjöldi stungusára var á líkinu og kynfærin höfðu verið skorin af.

Minningarathöfn var síðar haldin fyrir MacDonald og dánartilkynning sett í blöðin.

Líkið gangandi

Síðar átti eftir að koma í ljós að ekki voru öll kurl komin til grafar. Kunningi MacDonalds sá hann á förnum vegi þó nokkru síðar og furðaði sig á hve mikið líf var í látnum manninum.

Lögreglan komst svo að því að líkið undan gólfborðunum var af Patrick James Hackett og gerði, eðli málsins samkvæmt, ráð fyrir að MacDonald væri morðinginn og auglýsti eftir honum. Tveir menn sáu hann á lestarstöð í Melbourne og skömmu síðar hafði lögreglan hendur í hári hans.

MacDonald játaði á sig áðurnefnd morð, en í kjölfar þess síðasta hafði hann lagt land undir fót af ótta við að lögreglan væri komin á sporið.

Einnig játaði MacDonald á sig morð sem framið hafði verið í Brisbane 1961.

Löngun til að myrða

MacDonald fæddist í Liverpool á Englandi árið 1924 og hafði verið nauðgað þegar hann sinnti þar herskyldu. Að sögn leið honum í fyrstu illa vegna þess en þegar frá leið komst hann að því að í honum blundaði samkynhneigð. Hann flutti til Kanada árið 1949 og síðan til Ástralíu árið 1955. Hann settist að í Sydney og varð fljótt vel þekktur á helstu samkomustöðum samkynhneigðra karlmanna þar. Að sögn MacDonalds var ástæða morðanna einföld; löngun til að myrða. Hann sýndi enga iðrun við réttarhöldin og fór ekki í launkofa með að hann myndi taka upp fyrri iðju ef hann hlyti frelsi á ný.

Hann afplánar nú lífstíðardóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 4 dögum síðan
Illvirki í Ástralíu

Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

Fókus
Fyrir 5 mínútum síðan
Ungri norskri konu hótað að hún verði grýtt til dauða – Mörgum þjóðfélagshópum virðist í nöp við hana

„Hún var alltaf svo happy þetta helvíti“: Edda Björgvins sýnir á sér hina hliðina

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum síðan
„Hún var alltaf svo happy þetta helvíti“: Edda Björgvins sýnir á sér hina hliðina

Gilbert gaf fátækum börnum skó

Sport
Fyrir 2 klukkutímum síðan
Gilbert gaf fátækum börnum skó

Ruðningsstjörnur styðja íslenska landsliðið í kvöld

Fyrir 3 klukkutímum síðan
Ruðningsstjörnur styðja íslenska landsliðið í kvöld

Er Sindra í nöp við feitar konur?

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum síðan
Er Sindra í nöp við feitar konur?

Hildur orðlaus yfir viðbrögðunum

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum síðan
Hildur orðlaus yfir viðbrögðunum

Jón Valur var handtekinn á Kastrup flugvelli: „Þetta var leiðinlegt og niðurlægjandi frá upphafi til enda“

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum síðan
Jón Valur var handtekinn á Kastrup flugvelli: „Þetta var leiðinlegt og niðurlægjandi frá upphafi til enda“

Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Fókus
Fyrir 8 klukkutímum síðan
Alfreð Clausen dæmdur: Fór undir pils flugfreyju og stakk fingri í átt að rassi hennar

Ótrúlegur árangur – Par missti 175 kíló saman á einu ári

Mest lesið

Ekki missa af