fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Arkitektinn sem myrti flugumferðarstjórann

Ótrúleg saga af hefnd – Schwarzenegger leikur í kvikmynd um málið

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. apríl 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fallegum sumardegi þann 1. júlí árið 2002 kollvarpaðist veröld rússneska arkitektsins Vitaly Kaloyev. Þennan dag missti hann eiginkonu sína, Svetlönu, soninn Konstantin, 10 ára, og dótturina Diönu, 4 ára, í hörmulegu flugslysi yfir Þýskalandi. Tvær flugvélar rákust saman þegar þær voru á flugi skammt frá bænum Uberlingen; vöruflutningavél frá DHL og farþegaflugvél frá rússneska flugfélaginu Bashkirian Airlines. Afleiðingarnar urðu þær að 69 manns létust.

Misvísandi upplýsingar

Vél Bashkirian Airlines var á leið til Barcelona á Spáni þegar slysið varð og beið Vitaly eftir fjölskyldu sinni á flugvellinum. Fjölskyldan hafði ætlað að koma sér fyrir á Spáni og var Vitaly að vinna við byggingu húss undir fjölskylduna í Barcelona.

Konstantin og Diana saman á góðri stund.
Falleg systkin Konstantin og Diana saman á góðri stund.

Þýsk rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að misvísandi upplýsingar frá flugumferðarstjóra í Sviss, sem var í samskiptum við vélarnar, hefðu valdið slysinu. Þá hefði öryggisbúnaður um borð í vélunum, sem áttu að láta flugmennina vita af yfirvofandi árekstri, ekki virkað sem skyldi.

Var einn á vaktinni

Á vakt í flugturninum í Sviss þennan örlagaríka dag var danskur flugumferðarstjóri, Peter Nielsen að nafni. Peter var sýknaður í málinu; réttarrannsókn sem fram fór leiddi ekkert athugavert við störf hans í ljós og sitt sýndist hverjum um það. Þar sem Peter var eini flugumferðarstjórinn á vakt þennan daginn var áfallið mikið fyrir hann. Eftir að rannsókn lauk hætti hann störfum sem flugumferðarstjóri og vonaðist til þess að geta eytt æviárunum í faðmi fjölskyldu sinnar í bænum Kloten í Sviss þar sem hann hafði búið í tæp tuttugu ár.

Hér sést Vitaly við minnisvarða um fjölskyldu sína.
Minnisvarði Hér sést Vitaly við minnisvarða um fjölskyldu sína.

Þjakaður af reiði og sorg

Vitaly bar þá von í brjósti að einhver yrði dreginn til ábyrgðar vegna dauða eiginkonu sinnar og barna. Sú von varð að engu þegar ákveðið var að draga Nielsen ekki til ábyrgðar í málinu. Þjakaður af reiði og sorg ákvað Vitaly að leita Nielsen uppi og það tókst honum í febrúar árið 2004 með aðstoð rússnesks einkaspæjara. Vitaly mætti heim til Nielsens í Kloten í Sviss og lagði til hans með hníf. Þann 24. febrúar árið 2004 hafði Vitaly tekist að hefna, ef svo má segja, fyrir dauða eiginkonu sinnar og barna.

„Mitt annað heimili undanfarin tvö ár hefur verið í kirkjugarðinum þar sem þau hvíla.“

Sleppt eftir tvö ár í fangelsi

Vitaly var að sjálfsögðu handtekinn fyrir morðið á Nielsen. Fyrir dómi sagði hann að líf hans hefði endað daginn sem hann missti fjölskyldu sína. „Mitt annað heimili undanfarin tvö ár hefur verið í kirkjugarðinum þar sem þau hvíla,“ sagði hann. Hann neitaði að hafa heimsótt Nielsen með það í huga að myrða hann. Hann hafi ætlað að ræða við hann um dauða barna sinn en Nielsen hefði tekið fálega í það. Kaloyev gat þó ekki útskýrt hvers vegna hann tók með sér hníf í þetta rólega hverfi.

Myndin byggir á sögu Vitalys og leikur Arnold Schwarzenegger aðalhlutverkið.
Aftermath Myndin byggir á sögu Vitalys og leikur Arnold Schwarzenegger aðalhlutverkið.

Þann 26. október 2005 var Kaloyev sakfelldur og dæmdur í átta ára fangelsi fyrir morðið. Honum var sleppt úr haldi tæpum tveimur árum síðar eftir að dómurinn yfir honum var ógiltur. Að mati dómsins var ekki tekið nægjanlegt tillit til geðheilsu Kaloyev og var honum því sleppt úr haldi. Kaloyev sneri heim til Rússlands í kjölfarið, til heimaborgar sinnar í Norður-Ossetíu, Vladikavkaz. Við komuna til heimaborgar sinnar fékk hann höfðinglegar móttökur og var hampað sem hetju. Kaloyev býr enn í Rússlandi og er hann í dag embættismaður í Alania-héraði í Norður-Ossetíu.

Kvikmynd um málið

Á dögunum var frumsýnd kvikmyndin Aftermath með Arnold Schwarzenegger í aðalhlutverki. Myndin er byggð á þessari óvenjulegu sögu og fer Schwarzenegger með hlutverk Kaloyevs í myndinni. Kaloyev hefur ekki tjáð sig um myndina að öðru leyti en því að framleiðendur myndarinnar hafi ekki haft samband við hann áður en tökur hófust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rappari dæmdur til dauða

Rappari dæmdur til dauða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm