fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Maria verður fyrir fordómum: „Að líða eins og maður sé ekki velkomin í landinu sem maður ólst upp í er frekar fúlt“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 28. mars 2018 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar ég var unglingur og byrjuð að leita að vinnu í fyrsta sinn, þá fannst mér ég alltaf þurfa að setja „ Gísladóttir“  í stað  „Capangpangan“ í ferilskrána mína af því að þá fannst mér ég eiga meiri líkur á að fá vinnu. Mér finnst ég ennþá þurfa gera það í dag,“ segir Maria Monica Luisa Capangpangan. Maria er fædd á Filippseyjum en fluttist til Íslands þegar hún var fjögurra ára að aldri ásamt móður sinni og fyrrverandi stjúpföður. Hún kveðst oft hafa verið særð eða lent í niðurlægandi aðstæðum vegna þess að hún er erlend í útliti og nefnir sem dæmi að heyra kallað „ding dong“ á eftir sér og vinunum niðri í í bæ.

Maria ólst upp á Seltjarnarnesi; gekk í Mýrarhússkóla og Valhúsaskóla og æfði körfubolta með Val og síðar KR. Hún á í dag þrjú yngri hálfsystkini og þá er hún einnig orðin móðir, en frumburður hennar, lítill drengur, kom í heiminn fyrir sjö mánuðum.

„Í dag er ég í fæðingarorlofi en ég er að reyna vinna líka þar sem ég má vinna 50 prósent með orlofinu. Ég er ekki í skóla eins og er, ég hætti þegar ég varð ólétt en stefni á að klára stúdentinn. Ég hef verið að hugleiða að fara í fjarnám þegar ég klára fæðingarorlofið. Þannig að núna er ég bara að njóta þess að vera með syni mínum, sjá hann vaxa og þroskast með hverjum deginum, svo þegar ég klára orlofið þá ætla ég að vinna á fullu því mig langar til þess að geta keypt hús handa okkur einn daginn og ég reyni að taka einn og einn áfanga inn á milli.“ 

Bæði vandræðalegt og fyndið

Hún skrifaði á dögunum bloggfærslu þar sem hún tjáði sig um reynslu sína af því að vera erlend í útliti og búa á Íslandi.

„Þegar ég var yngri fann ég voða lítið fyrir fordómum gagnvart útlitinu mínu. Mér fannst ég ekkert öðruvísi en hinir krakkarnir,“ segir hún og rifjar upp atvik frá því að hún var 15 ára gömul; þegar hún gerði sér í fyrsta sinn grein fyrir því að hún væri „útlendingur á Íslandi.“

„Ég man alltaf eftir því þegar ég vann í Bónus og eldri kona spurði mig hvort við værum með Uhu-lím og ég svaraði „Ha?“ vegna þess að ég heyrði ekki alveg hvað hún sagði en þá svaraði hún: „Oh sorry do you sell …?“ Ég man ekki hvort ég svarði henni á ensku eða íslensku en eftir þetta hef ég vanið mig á að svara alltaf með: „Hvað sagðirðu?“ í staðinn svo fólk haldi ekki að ég skilji ekki íslensku.“

Maria hefur unnið við þjónustustörf síðustu sex ár. Á þeim tíma hefur hún oft lent í að viðskiptavinir haldi að hún tali ekki íslensku og ávarpa hana því á ensku.

„Ég nenni ekki alltaf að svara þeim á íslensku því þá verða þau vandræðaleg, en á hinn bóginn verð ég vandræðaleg ef ég þarf kannski að tala íslensku á næsta borði. Mér hefur alltaf fundist þetta bara vandræðalegt og fyndið þangað til ég talaði við asíska vinkonu mína um þetta. Hún hefur oft lent í þessu líka og finnst þetta lýsa fordómum, að halda að við tölum ekki íslensku bara af því að við erum ekki íslenskar í útliti. En Ísland er túristaland og margir staðir taka inn erlent starfsfólk og við eigum því alveg eins von á því að afgreiðslufólk sé enskumælandi.“

Hún segir fólk stundum vera forvitið um uppruna hennar eftir að það heyrir hana tala íslensku.

„Stundum hef ég verið spurð út í hvort ég sé ættleidd. Ég veit eiginlega ekki hvernig ég að vera þegar fólk spyr mig að þessu. Við vinkonurnar veltum því stundum fyrir okkur hvort við getum kallað okkur Íslendinga? Erum við filippseyskir Íslendingar? Mér finnst allt í lagi að útskýra fyrir fólki hvernig ég kom hingað en fyrir vinkonur mínar sem fæddust hér getur verið mjög þreytandi að fá alltaf sömu spurningarnar. Að vera fædd og uppalin á Íslandi en fá alltaf spurninguna hvort maður sé ættleiddur eða kunni ekki íslensku vegna þess að maður hefur útlenskt útlit. Þetta pirrar mig ekki beint en getur verið þreytandi.“

Hún segist engu að síður skilja vel þessa sakleysislegu forvitni fólks. Hún gerir sér grein fyrir að flestir vilji aðeins vel.

„Ég elska þegar fólk talar um hvað við Filippseyingarnir séum rosalega vingjarnleg þjóð. Þegar þú heimsækir Filippseyjar þá líður þér alltaf eins og þú sért velkomin, allir eru svo rosalega vingjarnlegir. Fólkið þar elskar útlendinga. Að líða eins og maður sé ekki velkomin í landinu sem maður ólst upp í er frekar fúlt. Ég er ekki að segja að allir séu svona hérna en það er bara mun algengara hér en á Filippseyjum.“

Fólk starir

Hún bætir við að það leiðinlegasta sé að vera særð eða niðurlægð vegna þess að hún sé erlend í útliti.

„Ég finn mest fyrir fordómum þegar við vinahópurinn erum saman, það er alls ekki oft, sem betur fer, en mér finnst það gerast mest þegar við erum niðri í bæ að skemmta okkur til dæmis. Fólk sér hóp af Asíubúum og fer að stara, hef lent í því að einhver kallar á okkur „bing dong dingdong “. Ég vildi óska þess að ég hefði kjarkinn til þess að segja „Nei, fyrirgefðu við tölum íslensku, við skiljum ekki hvað þú ert að segja?“ En maður verður bara svo hissa og vit ekkert hvernig maður á að bregðast við þessu? Mér fannst þá bara fyndið að sjá fullorðinn karlmann að láta eins og 5 ára.

Á þetta allt saman að þykja í lagi? Rasismi er bara fáfræði og heimska að mínu mati. Þú ferð ekki að dæma heila þjóð út af því þú lentir kannski í nokkrum leiðinlegum útlendingum sem áttu slæman dag. Íslendingar eru mjög blönduð þjóð og því miður gleymist það. Allir eru blandaðir, þú ert mjög líkleg/ur til þess að vera með danskt, norskt, írskt eða jafnvel tyrkneskt blóð í þér. Eins með okkur Filippseyingana, við erum líklegir til þess að vera með bandarískt, kínverskt og spænskt blóð í okkur. Og ef við myndum taka Bandaríkjamenn til dæmis, þeir eru búnir að blandast rosalega gegnum aldirnar að ég skil varla að það skuli vera rasismi í gangi. Fáfræði, ekkert annað.“

„Mamma mín sagði að allar taílenskar konur væru hórur“

Í tengslum við færsluna tók Maria saman sögur nokkurra ungra kvenna hér á landi sem hafa einnig hafa upplifað fordóma vegna uppruna síns, eða vita um slík tilfelli.

Fyrsta sagan kemur frá stúlku sem á breskan föður:

„Versta dæmið sem ég man þá helst eftir er eflaust árið 2015 þegar hann var að fá sér í glas heima hjá sér og var með tónlist í gangi. Það var hringt á lögregluna vegna þess og þegar hún kom þangað og hann neitaði að hleypa þeim inn eins og við höfum öll rétt á að gera, þá var hurðinni bara nánast sparkað upp og hann laminn svo illa að hann endaði upp á bráðamóttöku, með brotin rifbein, innvortis blæðingar, höfuðáverka og fleira.

Hann var á spítala í einhverjar vikur og gerðist þetta meðal annars stuttu eftir að það var ráðist á hann á bar í nágrenninu þar sem hann var einnig lagður inn á spítala í margar vikur með mjög alvarlega áverka þannig að hann var vart búin að jafna sig þegar þetta gerist. Pabbi minn er langveikur með ýmsa sjúkdóma og því orðinn mjög veikburða fyrir. Mestu fordómarnir hafa í rauninni verið frá lögreglu þessa lands.“

Saga 2:

„Eitt sinn var vinkona mín að afgreiða mann. Hún heyrði ekki hvað hann sagði því það var svo mikið að gera og mikil læti, svo hún sagði „ha?“ Þá spurði maðurinn hvort hún kynni ekki íslensku og bað um einhvern sem kynni íslensku. Vinkonan svaraði honum og sagðist kunna  fullkomlega góða íslensku, hún hefði bara ekki heyrt í honum út af látunum.“

Saga 3:

„Þegar vinkona mín var nýflutt til landsins vann hún sem þerna á hóteli. Gömul kona sá hana og sagði síðan við hana á ensku: „Þið útlendingarnir eruð að taka alla vinnuna frá okkur!“ Vinkona mín svaraði henni á ensku: „Nú, viltu vinnuna mína? Gjörðu svo vel!““

Saga 4:

„Þegar ég var í 3. bekk þá lagði bekkjarsystir mín mig í einelti. Það byrjaði smátt og smátt en var aldrei neitt alvarlegt, en það var eitt skipti sem ég man ennþá eftir í dag. Ég var í frímínútum með nokkrum krökkum að leika þegar þessi stelpa kom að mér og spurði hvort ég vildi frekar koma og leika við hana. Ég sagði  bara já og bauð henni að vera með okkur. Hún ákvað að rölta með mér aðeins frá hópnum og spurði alls konar spurninga, sumt skildi ég og sumt ekki. Spurningar hljómuðu svona: „Er mamma þin hóra?“ og Hvernig kom hún til Íslands?“ Svo endaði hún á því að segja: „Mamma mín sagði að allar taílenskar konur væru hórur“. 

„Ég var bara krakki og skildi ekki hvað orðið hóra þýddi þannig ég sagði bara ekki neitt við hana. Mér fannst það mjög skrítið því hún var að hlæja að þessu og glotta skringilega til mín en ég ákvað bíða með það þangað til ég fór heim og spyrja mömmu og pabba hvað þetta allt þýddi. Ég man ennþá hvað pabbi var reiður þegar hann heyrði þetta, hann hringdi beint í mömmu stelpurnar og sagði henni frá þessu. Mamma reyndi að útskýra fyrir mér hvað hún meinti með þessu og hvað þetta þýddi, ég man bara hvað það var erfitt að skilja en ég vissi að það þýddi eitthvað vont, eitthvað sem er ekki jákvætt, og eitthvað sem er niðrandi.“

Saga 5:

„Vinkonur mínar og nokkrir strákar sem ég þekki voru í Smáralind. Þau voru hjá anddyrinu að spjalla saman á sínu tungumáli (filippseysku). Þá kom maður og spurði þau hvort þau töluðu ekki íslensku, þau svöruðu játandi og hann fór. Hann kom aftur stuttu seinna og fór að kalla þau Kínverja og rasista og sagði að þau hefðu komið með svínaflensuna. Ekki nóg með það heldur reyndi maðurinn að fá strákana í slag. Þetta er það besta sem ég hef lent í: „8 Kínverjar, komiði!“ Tek það fram að þá voru flestir þarna undir 18 ára.“

Saga 6:

„Vinkona mín (sem er hálfur Íslendingur og hálfur Filippseyingur) og kærastinn hennar voru að rölta niðri í bæ þegar einhver maður sagði við þau upp úr þurru að þau væru ljótt par. Hann spurði hana hvort hún væri ekki Taílendingur, og að kærastinn hennar ætti að  „stick with his own race“ af því að hann væri íslenskur. En maðurinn sagði að lokum að hann væri stoltur rasisti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Rappari dæmdur til dauða

Rappari dæmdur til dauða
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid

Þrjú stórlið vilja kaupa óvænta hetju Real Madrid
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira

Áfall fyrir Chelsea – Fer í aðgerð og spilar ekki meira
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm

Rannsóknar-Ríkharð með kenningu um það hvernig komst upp um brot Búa og Ísaks – Fengu báðir þungan dóm