fbpx
Föstudagur 08.ágúst 2025
Fréttir

Takið nagladekkin af bílnum fyrir 15.maí: Sektin hefur fjórfaldast

Auður Ösp
Fimmtudaginn 10. maí 2018 14:52

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumenn bifreiða sem eru með nagladekk mega búast við afskiptum lögreglu vegna þessa frá og með næstkomandi þriðjudegi, eða 15. maí.Sektir vegna nagladekkja hafa hækkað umtalsvert og sama segja um sektir fyrir önnur umferðarbrot.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að rétt sé að minna á að sekt fyrir hvert nagladekk hækkaði úr 5 í 20 þúsund um síðustu mánaðamót.

Á sama tíma hækkaði sekt ökumanna fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar úr 5 í 40 þúsund, en lögreglan hefur verið með sérstakt átak af þeim sökum undanfarna daga. Nokkrir tugir ökmanna hafa verið sektaðir af þeirri ástæðu.

„Það er engu að síður mat lögreglumanna að ástandið í þeim efnum hafi skánað allnokkuð frá mánaðamótum, en þeir segjast hafa séð færri ökumenn vera að tala í síma án handfrjáls búnaðar en venja er. Vonandi mun það halda áfram,“ segir jafnframt í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“

Íslenskir ökumenn fá kaldar kveðjur: „Mynstur sem ég hef séð alla vikuna“