fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

78.000 íbúar í Frakklandi eru taldir ógna öryggi landsins

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. apríl 2018 22:00

Eiffelturninn í París. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frönsk yfirvöld segja að rúmlega 78.000 íbúar þar í landi ógni öryggi landsins. Upplýsingar um þetta fólk hafa nú verið skráðar í alþjóðlegan gagnagrunn sem evrópsk lögregluyfirvöld hafa aðgang að. Gagnagrunnurinn er sagður innihalda upplýsingar um „hættulegustu íbúa álfunnar“.

Á síðasta ári voru nöfn 134.000 manns skráð í gagnagrunninn. Frá 2015 hefur orðið mikil aukning í skráningum í gagnagrunninn en það gerðist í kjölfar hryðjuverka liðsmanna Íslamska ríkisins í París þar sem 130 manns voru myrtir.

Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko, hefur verið gagnrýninn á gagnagrunninn og þær skráningar sem hafa verið nefndar „leynilegar kannanir“. Þessar kannanir eru gerðar á fólki sem er grunað um að ógna öryggi ríkja eða almennings. Kannanirnar eru virkar í eitt ár nema ríkin framlengi þær. Hunko óttast að lögreglan misnoti kerfið til að fylgjast með fólki og rannsaka önnur afbrot sem ekki ógni öryggi einstakra ríkja eða almennings.

Hann segir að slík notkun geti haft í för með sér að fylgst sé með ættingjum grunaðra og öðrum sem umgangast viðkomandi. Hann telur einnig að það hversu oft franska lögreglan hefur notað gagnagrunninn bendi til að verið sé að misnota hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv