fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fréttir

Tveir af hverjum fimm Bretum telja að fjölmenningarstefnan hafi beðið skipbrot

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. apríl 2018 22:00

Frá Lundúnum. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar YouGov telja rúmlega 20 prósent Breta að fjölmenningarstefnan hafi beðið skipbrot. Rúmlega þriðjungur svarenda telur að íslamstrú ógni breskum lífsstíl. Könnunin var gerð fyrir samtökin Hope Not Hate sem vinna gegn fasisma. Nick Lowles, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að niðurstaða könnunarinnar sýni að það sé greinilega verk að vinna.

Samkvæmt könnuninni telja 51 prósent Breta að aukið álag sé á mennta- og heilbrigðiskerfið vegna straums innflytjenda til landsins. The Guardian segir að könnunin hafi einnig leitt í ljós að margir telji að hliðarsamfélög þrífist við hlið hefðbundins bresks samfélags.

En það eru einnig jákvæðar niðurstöður úr könnuninni að mati Lowles þar sem hún sýnir að tæplega helmingur Breta telji Bretland vera vel heppnað fjölmenningarsamfélag. Lowles segir að á heildina litið hafi fjölmenningarstefnan heppnast misjafnlega í Bretlandi, hún hafi heppnast betur á sumum svæðum en öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““

Íris ber saman þá sem eru blankir og þá sem eiga peninga líkt og Haraldur og Bjarni Ben – „Að eiga peninga er ekki „impressive““
Fréttir
Í gær

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn

Maður sem hagaði sér undarlega í sundi handtekinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta

Björgunarsveitir aðstoðuðu ferðamann sem rann um 4 metra niður bratta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?

Hefur þú það sem þarf til að stýra nýju Þjóðaróperunni?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“

Ósáttur við leiðtogafundinn – „Tekið á móti eftirlýstum stríðsglæpamanni með kostum og kynjum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu

Mótmælendur í Alaska lýsa yfir stuðningi við Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega