fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Marinó: „Ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 10:24

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marinó G. Njálsson, áður stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna, segir fyrirhugaðar skattabreytingar brandara. Hann segir enn fremur að ólíkt því sem ríkisstjórnin heldur fram þá gagnast þær síst þeim sem eru tekjulægstir.

Marinó G. Njálsson

Brandari

Marinó segir að tillögurnar séu ekki til þess að jafna kjör. „Fyrir utan brandarann sem felst í þessum tillögum að skattkerfisbreytingum, þá er mikil talnamengun í framsetningu upplýsinga.Skoðum fyrst lækkanirnar. Hafa skal í huga, að ALLIR fá sömu krónutölulækkun, sem eru með tekjur yfir hinu nýja lægsta þrepi. Það þýðir að engu máli skiptir hvort tekjurnar eru 325.000 kr. á mánuði eða 4.500.000 kr. á mánuði. Upplýsingar í frétt ráðuneytis fjármála og efnahags um annað eru einfaldlega rangar. Tillögurnar eru því EKKI að líta til jafnaðar, eins þar er sagt, frekar að þær auki ójöfnuð hjá þeim sem eru með undir 325.000 kr. á mánuði. Það eru þeir sem eru með lægri tekjur en 325.000 kr. á mánuði, sem fá minni lækkun, nema eitthvað komi ekki fram í frétt ráðuneytisins,“ segir Marinó.

Hann skýrir þetta svo nánar í prósentum og tölum. „Í þrepaskiptu skattkerfi, þá eru tekjur á sama tekjubili skattlagðar eins. Þannig að hafi einstaklingur 1.500.000 kr. í laun, þá bera (miðað við tillögurnar) fyrstu 325.000 kr. 32,94% í skatt eða kr. 46.296 miðað við að viðkomandi leggi 4% í lífeyrissjóð. Næstu 640.716 kr. bera 36,94% skatta eða 236.680 kr. og síðan þær 474.284 kr. bera 46,24% skatt eða 219.309 kr. Loks leggur viðkomandi 60.000 kr. skattfrjálst í lífeyrissjóð. Leggi viðkomandi hins vegar 6% skattfrjálst í lífeyrissjóð, þá breytast mörkin og skattgreiðslur lækka,“ segir Marinó.

Talnaleikfimi

Hann lýsir svo kynningu ríkisstjórnarinnar sem talnaleikfimi. „Í talnaleikfimi ráðuneytisins, þá er verið að nota alls konar tölur til að búa til „sanngirni“. Eitt dæmi um það er birt á glæru 5 í kynningu ráðherra. Þar er boðið upp á prósentur í mat og þær notaðar til að halda því fram að 150.000 kr. valdi minni lækkun skatta hjá þeim sem eru með 10,0 m.kr. í árslaun en þeim sem eru með 5,0 m.kr. árslaun, þegar staðreyndin er að báðir hópar fá sömu upphæð í lækkun. Það sem meira er og er alveg stórmerkilegt, að 150.000 kr. lækkun skatta er sögð auka skattbyrði fólks með yfir 12,0 m.kr. í árslaun! Hvernig er hægt að fá svona út? Fólk með 1 m.kr. á mánuði fær nákvæmlega sömu skattalækkun og einstaklingur með 325.000 kr. á mánuði, þ.e. 4% af fyrstu 325.000 kr. eða 12.480 kr. á mánuði. Þar sem sá með 1 m.kr. á mánuði er líklegri til að geta lagt 6% í lífeyrissjóð, þá gæti verið að viðkomandi fái í reynd meiri skattaafslátt, en látum það liggja á milli hluta,“ segir Marinó.

Að lokum segir hann tillögurnar byggðar á hræsni: „En svo er það rúsínan í pylsuendanum. Til að geta nýtt að fullu kerfisbreytingarnar, þá þarf fólk að hafa 325.000 kr. í tekjur eða meira. Eftir því sem tekjurnar eru lægri, þá verður ávinningurinn minni. Hafi einstaklingur 250.000 kr. er ávinningurinn um 9.630 kr. á mánuði, 7.710 kr. hjá þeim sem er með 200.000 kr., 5.612 kr. hafi viðkomandi 175.000 kr. og 0 kr. séu tekjur undir núverandi skattleysismörkum. Berum það svo saman við það sem ALLIR með laun yfir 325.000 kr. fá. Það er alveg einskær og ótrúlega ósvífin hræsni að segja að tillögurnar komi þeim tekjulægstu best, þegar þær gagnast þeim síst!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv