fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
Fréttir

Dularfullt par á gráum sendibíl vekur óhug í Mosfellsbæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona og karlmaður á gráum Volkswagen sendibíl reyndu að brjótast inní hús í Mosfellsbænum í morgun, nánar tiltekið í Reykjabyggðinni. Að sögn íbúa í hverfinu hefur nokkuð verið um innbrot í Mosfellsbæ að undanförnu. Að sögn viðkomandi íbúa í þessu máli tókst nágrönnum að koma í veg fyrir að innbrotið tækist. Konan skrifar í FB-hópinn Íbúar í Mosfellsbæ – umræðuvettvangur:

„Rétt fyrir kl. 11 í morgun var gerð tilraun til að brjótast inn hjá okkur í Reykjabyggðinni! Grár WV Transporter sendibíll. Þökk sé góðri nágrannavörslu náðist ekki nema að spenna upp glugga!“

Konan náði niður bílnúmerinu og er sendibíllinn í eigu erlends manns. Hún sagði í samtali við DV:

„Nágranni hringdi í okkur, þetta voru maður og kona, hann gekk á allt húsið, náði að spenna upp glugga. Erlendur aðili sem er skráður fyrir bílnum en hann er búinn að búa hér lengi að við teljum. Hann segist hafa lánað bílinn og honum líklega verið stolið frá þeim aðila.“

Í umræðum um málið í Facebook-hópnum er kallað eftir öryggismyndavélum á svæðið. Ljóst er hins vegar að góð nágrannavarsla kemur sér vel og kom að þessu sinni í veg fyrir innbrot.

UPPFÆRT: Lögregla hefur fundið bílinn og parið. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar