fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Elísabet um mál Ólafs: Aumingjaskapur hinna meðvirku -„Takið afstöðu. Hættið að styðja ofbeldismenn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. janúar 2019 13:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að ásaka konur um „tálmun“ er ein áhrifaríkasta leið sem ofbeldismenn hafa til að sækja sér vorkunn og stuðning, því fólk er svo sannarlega tilbúið að trúa því að konur tálmi umgengni af hefnigirninni einni saman,“ segir hinn þekkti femínisti og pistlahöfundur, Elísabet Ýr Atladóttir, í nýjum pistli. Þar fjallar hún um mál Ólafs William Hand, upplýsingafulltrúa og markaðsstjóra hjá Eimskip. Frétt DV um mál Ólafs hefur vakið gífurlega athygli en hann fékk tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir ofbeldi gegn barnsmóður sinni. Áður hafði Ólafur stigið fram með áberandi hætti í fjölmiðlum og sakað barnsmóður sína um umgengnistálmanir. Vakti sú frétt mikla athygli í fjölmiðlum fyrir um ári síðan. Í frétt DV kom fram að þær ásakanir Ólafs eru á skjön við gögn sem DV hefur undir höndum. Því skal haldið til haga að Ólafur hafnar því að hafa beitt barnsmóður sína ofbeldi og hefur ákveðið að áfrýja dómnum til Landsréttar en yfirlýsingu hans má sjá hér.

Meðvirkir heiglar styðji ofbeldismenn

Í pistli sínum fjallar Elísabet um gerendameðvirkni sem lýsi sér í þrálátri tilhneigingu til að afsaka gerðir ofbeldismanna og vera tilbúinn að trúa því fremur að mæður tálmi umgengni en að feður beiti ofbeldi. Málflutningur fólks sem gefi sig út fyrir að vera hófsamt og að það vilji sýna varkárni viðhaldi í raun þögninni um ofbeldi:

„„Það eru tvær hliðar á öllum málum“
„En við vitum ekkert hvað gerðist í raun“
„Fjölskylduharmleikur er ekki okkar að dæma“

Og fleiri og fleiri og fleiri orð sem heiglarnir og meðvirkir láta falla þegar ofbeldismenn eru dæmdir. Þetta er flótti þeirra sem vilja ekkert illt sjá né heyra, og vilja helst þagga það allt í hel. En þau spila sig sem einhverskonar meðalhófsfólk sem vill bara að allir hugsi sinn gang áður en þau tala um málefni dagsins. Og þeir einu sem græða á þögninni eru ofbeldismennirnir.“

 Segir að megi kalla Ólaf William Hand ofbeldismann

„Núna er búið að dæma Ólaf William Hand fyrir ofbeldið sem hann beitti barnsmóður sína. Það má segja það opinberlega að hann er ofbeldismaður – enda er hann dæmdur fyrir ofbeldi,“ skrifar Elísabet enn fremur og bendir síðan á að eftir að dómur er fallinn haldi afsakanirnar með ofbeldismanninum áfram:

„En þegar sektin er sönnuð kemur önnur mynd á þöggunina, því þá þarf að finna aðrar leiðir til að afsaka ofbeldismennina eða þagga umræðuna. Þá er spurt hvort það séu ekki tvær hliðar á þessu máli. Því það getur hreinlega ekki verið að konan hafi ekki á einhvern hátt beðið um að vera barin.“

Elísabet segir að fólk eigi erfitt með að horfast í augu við að „góður maður“ geti verið ofbeldismaður og hún biður okkur um að láta af mýtunum um lygasýki kvenna. Ofbeldismaður geti til dæmis gert eitthvað afskaplega fallegt rétt áður en hann fer heim og níðist á fjölskyldu sinni. Pistill Elísabetar í heild er eftirfarandi:

„„Það eru tvær hliðar á öllum málum“
„En við vitum ekkert hvað gerðist í raun“
„Fjölskylduharmleikur er ekki okkar að dæma“

Og fleiri og fleiri og fleiri orð sem heiglarnir og meðvirkir láta falla þegar ofbeldismenn eru dæmdir. Þetta er flótti þeirra sem vilja ekkert illt sjá né heyra, og vilja helst þagga það allt í hel. En þau spila sig sem einhverskonar meðalhófsfólk sem vill bara að allir hugsi sinn gang áður en þau tala um málefni dagsins. Og þeir einu sem græða á þögninni eru ofbeldismennirnir.“

Núna er búið að dæma Ólaf William Hand fyrir ofbeldið sem hann beitti barnsmóður sína. Það má segja það opinberlega að hann er ofbeldismaður – enda er hann dæmdur fyrir ofbeldi. En hann er ekkert sá eini sinnar tegundar, enda er hann bara einn af mörgum mönnum sem ljúga upp á barnsmæður sínar „tálmun“ til að fegra sinn hlut af því að vera deadbeats eða til að fela ofbeldið sem þeir hafa beitt. Að ásaka konur um „tálmun“ er ein áhrifaríkasta leið sem ofbeldismenn hafa til að sækja sér vorkunn og stuðning, því fólk er svo sannarlega tilbúið að trúa því að konur tálmi umgengni af hefnigirninni einni saman. Ofan í það blandast hin aldalanga hefð að trúa því að konur ljúgi um ofbeldi – þetta er hin fullkomna tvenna, tálmunarmóðir sem laug til um ofbeldi svo hún gæti haldið barninu frá aumingja grunlausa föðurnum sem elskar bara barnið sitt svo mikið. Hann er að berjast fyrir „rétti barnsins“ til að „umgangast báða foreldra“. Þvílík hetja. Skelfingar ömurleiki er það að konur skuli gera bangsapöbbum landsins þetta, að halda frá þeim börnunum. Beitti hann hana ofbeldi? Nú saklaus uns sekt er sönnuð.

En þegar sektin er sönnuð kemur önnur mynd á þöggunina, því þá þarf að finna aðrar leiðir til að afsaka ofbeldismennina eða þagga umræðuna. Þá er spurt hvort það séu ekki tvær hliðar á þessu máli. Því það getur hreinlega ekki verið að konan hafi ekki á einhvern hátt beðið um að vera barin.

Þetta er það sem ég kalla oft gerendameðvirkni. En þetta er líka hreinlega aumingjaskapur fólks sem þolir ekki að heimurinn sé ekki svo svart-hvítur að „góður maður“ geti ekki verið ofbeldismaður líka. Þau vilja hetjurnar sínar og vondu kallana, og svo meðalmanninn, en vondu kallarnir eru alltaf augljósir og uppfullir af illsku, á meðan hetjurnar og meðalmaðurinn eru uppfullir af góðmennsku eða grunlausir og afskaplega mellow. Vondu kallarnir brosa ekki nema það sé illskulegt glott.

En ofbeldismenn eru venjulegir menn. Þeir geta verið „hetjur“ og þeir geta verið meðalmenn. Þeir geta gert afskaplega fallega hluti fyrir einhvern áður en þeir fara heim og níðast á fjölskyldu sinni. Þeir geta farið í venjulegu vinnuna sína í venjulegu fötunum sínum í venjulegu skapi áður en þeir fara heim og sýna viðurstyggilega hegðun og beita ógeðslegu ofbeldi. Þar sem þeir mega það. Bara „fjölskylduharmleikur“ sem hefur ekkert með neitt að gera nema bara fjölskylduna. Eitthvað sem enginn ætti að tala um, enda er hann svo fínn gaur.

En fólk trúir þessum mönnum frekar en konum sem segja frá ofbeldi. Það er svo miklu auðveldara, því fólk þarf ekki að gera neitt ef þeir trúa ofbeldismanninum. Bara sýna hvað þau eru hneyksluð á því að menn skuli þurfa að upplifa svona skelfilega tálmun og hrylling, og halda svo áfram lífinu. Að styðja þolendur er eitthvað sem krefst meira. Það krefst þess að fólk sleppi takinu á mýtunum um lygasýki kvenna og undirförult eðli. Það krefst þess að þau taki afstöðu.

Takið afstöðu. Hættið að styðja ofbeldismenn. Gerið eitthvað meira en að stinga höfðinu í sandinn. Gerið það þótt það sé erfitt og þótt það þýði breytingar. Gerið það þótt það orsaki óþægilegar umræður í ykkar innstu hringjum. Það er það eina rétta í stöðunni og það er engin afsökun til að gera það ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv