fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Fréttir

Steinunn Radha varð fyrir enn einni kynþáttahatursárásinni: Tekin kverkataki, kýld í magann og hótað lífláti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. febrúar 2019 16:00

Steinunn Anna Radha

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Radha varð fyrir því í nótt að fjórir karlmenn gerðu aðsúg að henni, höfðu uppi hatursfull rasísk ummæli í hennar garð og einn mannanna tók hana hálstaki og hótaði henni lífláti. Einnig fékk hún högg í kviðinn.

Steinunn er tvítug stúlka sem oft verður fyrir ótrúlegum fordómum vegna útlits síns. Hún var ættleidd frá Indlandi átta mánaða gömul, er dökk á hörund og áberandi lágvaxin. Um atvikið sem átti sér stað í nótt skrifaði Steinunn þennan pistil á Facebook-síðu sína:

Ég var röng kona á röngum stað um eitt leytið í nótt. Ég steig út úr strætó á Lækjartorgi til þess að hitta vinkonu mína en hún beið í nokkurra mínútna, kannski þriggja, göngufæri. Ég hafði tekið nokkur skref í átt að áfangastað þegar einhverjir fjórir karlmenn stoppa mig með því að segja “Hey there little buddy.” Þegar ég snéri mér við fóru þeir að öskra: „Little asian, black disgusting bitch. Fuck you, go to hell.” Eitthvað öskraði innra með mér þannig að ég ákvað í fljótfærni að svara þeim “Ég elska ykkur líka.” Því að það eina sem virkar á hatur er kærleikur og eins og vinur minn sagði, þú slekkur ekki logandi eld með því að kyndla upp í honum með eldsneyti. Þeir eltu mig og tóku mig kverkataki. „If we see you again, we might kill you.” Eftir þá setningu fékk ég högg á kviðinn. Eftir það gengum við í sitthvora áttina og ég passaði mig að hlaupa ekki til þess að virka ekki hrædd, þó ég hefði vissulega verið það. Það er einmitt það sem þeir hefðu viljað sjá. Ég læt karma sjá um þá, þar sem skelfingin var tilfinningunni yfirsterkari um að hringja á lögregluna. Þetta er fordómalausa Ísland. Þeir sem segja mér að vera þakklát og hætta að væla, mega bíta í sig. Lifi ástin.

Í samtali við DV sagðist Steinunn ekki hafa leitað til lögreglu vegna árásarinnar: „Hef ekki gert það nei, enda dreif ég mg heim og gæti ekki lýst þessum náungum frekar en um þrítugsaldurinn og það er ansi víðtækt.”

Að sögn Steinunnar voru mennirnir sem veittust að henni Íslendingar.

Sjá einnig:

Steinunn varð fyrir ruddalegum kynþáttafordómum á pósthúsinu

Ég finn fyrir fordómum daglega

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Í gær

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“

Kristrún ræddi kísilmálmtollana við Ursulu von der Leyen – „Sértækt tilvik og ekki fordæmisgefandi“
Fréttir
Í gær

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum

Segir andsvör Valtýs um rannsókn Geirfinnsmálsins ekki standast – Hafi nefnt konuna, sem hann segist ekki þekkja til, í skýrslum
Fréttir
Í gær

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi

Krafðist afhendingar gagna frá tíð Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra – Báru við þjóðaröryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið

Kjartan segir ástandið á húsnæðismarkaði miklu betra en af er látið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni í þrjú ár – Barnið var á aldrinum tveggja til fimm ára