fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. ágúst 2018 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Berg Ísleifsson segir í tilkynningu að hann hafi samið við Bubba Morthens vegna meiðyrðamáls sem Steinar höfðaði gegn honum. Hann segir þó að RÚV ætli sér að áfrýja málinu.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum að orð Bubba í þættinum Popp og rokksaga Íslands, sem RÚV stóð að framleiðslu á og sýndi, væru dauð og ómerk. Niðurstaðan var að Bubbi og RÚV þyrftu hvort um sig að greiða Steinari Berg 250.000 krónur í miskabætur ásamt 2 milljónum króna í málskostnað.

„Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 26. 7. s.l. í máli Steinars Berg Ísleifssonar gegn stefndu, Bubba Morthens og Ríkisútvarpinu ohf. (RÚV) var stefndu gert að greiða Steinari 500.000 kr. í miskabætur með dráttavöxtum og 2.000.000 kr. í málskostnað. Að auki var RÚV dæmt óheimilt að birta þættina með þeim ummælum sem dæmd voru dauð og ómerk. Til viðbótar var RÚV gert að birta dómsorð innan tveggja vikna frá uppkvaðningu dómsins í dagskrá sjónvarps og einnig, ásamt forsendum, á vefsíðu sinni,“ segir Steinar Berg.

Hann segir að Bubbi hafi samið við sig. „Bubbi Morthens hefur tilkynnt undirrituðum, Steinari Berg, að hann hyggist ekki áfrýja og því eru ummæli hans, sem tiltekin eru í dómnum, dæmd dauð og ómerk.  Undirritaður hefur fallist á að taka við greiðslu frá Bubba fyrir helmingi þeirrar upphæðar sem dæmdu, Bubba og RÚV, var gert að greiða honum og þar með er málinu lokið af hans hálfu gagnvart Bubba Morthens,“ segir Steinar Berg.

Steinar Berg gagnrýnir RÚV sérstaklega í tilkynningunni: „Sá tími sem RÚV hafði til birtingar dómsorðs og forsendna, er nú liðinn, án þess að RÚV hafi farið að niðurstöðu dómsins. Fyrir liggur að RÚV ætlar að áfrýja dómnum. Þar með virðist RÚV vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum, jafnvel eftir að dómur liggur fyrir og þrátt fyrir að um RÚV gilda lög og siðareglur sem kveða á um hlutleysi og vönduð vinnubrögð.

Dómur Héraðsdóms gagnvart RÚV snýst um gáleysi í vinnubrögðum, því RÚV endursýndi þáttinn og gaf út á DVD eftir að hafa borist ábending frá undirrituðum um að þátturinn innihéldi ærumeiðandi ummæli. Ætla mætti að ríkisstofnun sem ætlað er að vinna að almannaheill mæti hlutverk sitt og fjárhag öðruvísi. Sú er ekki raunin og því hlýtur afstaða RÚV að vekja upp spurningar um hlutverk stofnunarinnar í nútíma samfélagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv