fbpx
Fréttir

Hann var einn ríkasti maður heims en er nú á leið í 30 ára fangelsi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. júlí 2018 15:30

Brasilíski viðskiptajöfurinn Eike Batista hefur verið dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir mútur og peningaþvætti. Dómstóll í Rio de Janeiro í Brasilíu, heimalandi Batista, kvað upp dóm þess efnis í dag.

Óhætt er að segja að fall Batista á undanförnum árum sé ótrúlegt en árið 2010 var hann í áttunda sæti yfir ríkustu menn heims, samkvæmt lista Forbes. Auðæfi hans lækkuðu gífurlega á árunum sem fylgdu og milli 2012 og 2013 fóru þau úr 4.100 milljörðum króna í 349 milljarða.

Á hátindi ferilsins kom Batista víða við í fjárfestingum sínum; olíuvinnslu, mannvirkjagerð og orkufyrirtækjum svo fátt eitt sé nefnt.

Málið sem Batista var dæmdur fyrir snýr að milljarðamútugreiðslum til fyrrverandi ríkisstjóra Rio í Brasilíu, Sergio Cabral. Cabral þessi afplánar nú þegar rúmlega hundrað ára fangelsisdóm sem hann fékk fyrir ýmsa vafasama gjörninga í embætti.

Batista var fyrst handtekinn vegna málsins í janúar 2017 en frá því í apríl það ár hefur hann verið í stofufangelsi. Lögmenn hans segja að hann muni áfrýja dómnum.

Batista, sem er 61 árs, er sonur fyrrverandi orkumálaráðherra Brasilíu og varð hann milljónamæringur ungur að árum. Hann flutti til Þýskalands á háskólaárum sínum og snéri aftur til Brasilíu snemma á níunda áratug liðinnar aldar. Þar hóf hann viðskiptaferil sinn og beindi hann spjótum sínum einna helst að viðskiptum með gull beint frá birgjum í Amazon-regnskóginum sem hann seldi svo á uppsprengdu verði í Rio de Janeiro.

Viðskiptaveldið hélt áfram að stækka og fjárfesti hann í gullnámum í Brasilíu og Kanada og gjöfulli silfurnámu í Chile. Batista varð fljótt þekktur fyrir snilli sína í viðskiptum og lifði hátt; var meðal annars sérlegur aðdáandi hraðbáta og kvæntist fyrrverandi Playboy-fyrirsætu. En umbreyting hans úr milljónamæringi í milljarðamæring varð árið 2001 þegar hann stofnaði flaggskipið, EBX Group, en fyrirtækið varð til við samruna sex annarra stórra og meðalstórra fyrirtækja úr orku- og hafnargeiranum.

Eftir efnahagsniðursveiflu í Brasilíu og minnkandi eftirspurn frá mörkuðum í Kína tók að hrikta í stoðum viðskiptaveldis hans. Er nú svo komið að þessi fyrrverandi auðkýfingur sér fram á að eyða efri árunum á bak við lás og slá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna

DV afhjúpar Braggabókhaldið – 171 vinnudagur bara í hönnun – 1.300 tímar – Fékk 28 milljónir fyrir að teikna
Fréttir
Í gær

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“

Lögreglan gómaði mann við undarlega iðju við stýri: „Varla hægt að útskýra svona bölvaða vitleysu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“

Guðmundur ber Kristinn saman við Trump: „Hann heitir Kristinn og var næstum því að eyðileggja vinnustað“
Fréttir
Í gær

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“

Þjófnaðurinn á skútunni virðist hafa verið vel undirbúinn – „Hið undarlegasta mál“
Fyrir 2 dögum

Íranar hafa styrkt stöðu sína í valdataflinu í Mið-Austurlöndum

Íranar hafa styrkt stöðu sína í valdataflinu í Mið-Austurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“

Brynjar skýtur á Pírata: „Ótrúleg lausatök við stjórnun borgarinnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“

Hildur minnist vinkonu sinnar sem tók eigið líf: „Nærvera hennar var hlý og yfirvegun, einlægni og húmor einkenndi allan hennar boðskap“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns

Jökulsárlóni lokað vegna íshruns