Fréttir

Fyrrverandi eiginkonan notaði sæðið hans í leyfisleysi – nú þarf hann að borga meðlag

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 6. maí 2018 16:30

Óvenjulegt mál var til lykta leitt fyrir þýskum dómstólum á dögunum en það varðaði fyrrverandi hjón og barn sem eiginkonan fyrrverandi eignaðist eftir að þau skildu.

Þannig er mál með vexti að hjónin létu frysta frjóvgað egg fyrir fimm árum ef ske kynni að þau vildu eignast barn síðar meir. Hjónin skildu síðan sem fyrr segir en konan, Inge, ákvað að nota eggið samt sem áður og varð ófrísk í kjölfarið. Þetta var þvert gegn vilja eiginmannsins fyrrverandi, Karl, og er Inge sögð hafa falsað undirskriftir hans á pappírum áður en eggið var sett upp.

Karl ákvað að stefna eiginkonunni fyrrverandi eftir að hann fékk bréf þess efnis að hann skuldaði meðlag. Undirréttur í Munchen úrskurðaði Inge hins vegar í vil og þarf Karl því að gera sér að góðu að greiða meðlag með barninu.

Bæði Karl og Inge höfðu gefið leyfi fyrir því að láta frysta egg, en Karl hélt því fram að hann hefði afturkallað leyfið eftir skilnaðinn. Vildi hann að stofan sem sá um að frysta eggið og koma því fyrir í Inge yrði ábyrgt fyrir meðlagsgreiðslunum. Því hafnaði rétturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum

Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis

Samgöngustofa kyrrsetur flugflota Flugakademíu Keilis
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“

Bubbi borgar en ekki RÚV: „RÚV virðist vera að sækjast eftir rétti til þess að dreifa ærumeiðandi ummælum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“

Valdís varar við ferðamönnum sem sigla undir fölsku flaggi – Lenti í einum slíkum sjálf: „Hann hefur tekið sér góðan tíma í að leita“