fbpx
Þriðjudagur 19.febrúar 2019
Fréttir

Með eða á móti: Hver er afstaða þín til komu Jordan Peterson til landsins?

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Sunnudaginn 27. maí 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með

María Lilja

María Lilja Þrastardóttir, blaðakona og húsmóðir.

Ég er hlynnt komu Jordans til Íslands eins og annarra útlendinga. Ég vil reyndar fylla Ísland ólíku fólki, sem er með mismunandi skoðanir og menningu. Jordan tilheyrir þó reyndar þeim forréttindahópi sem fær hvað mesta áheyrn í heiminum ólíkt fólkinu sem ég óska mér að opna landið fyrir, en það er efni í mjög langt samtal.
Ástæðan fyrir því að ég er með heimsókn hans er einföld. Ég tel það virkilega hollt fyrir fólk með heila að geta skilið sig frá fylgjendum hans því það er ansi afhjúpandi að fylgjast með brundfyllisgrömum körlum fylkja liði með manni sem samsvarar sig með krabbadýrum. Við erum að tala um manneskju svo snauða af menningu og innihaldi að hún hefur aðeins liðdýravit. Ég sé þetta líka sem gott tækifæri fyrir fólk í makaleit sem þá og nú getur prísað sig sælt að vita fyrir víst hvaða menn á að forðast til frekara samneytis. Þá er ótalinn smáborgaraháttur Íslendinga sem kristallast í öllu havaríinu. Íslendingar eru nefnilega, upp til hópa, mjög sveitó og ginkeyptir fyrir hverskyns prjáli. Prjáli sem þeir telja framandi. Költleiðtogi eins og Jordan er þannig í príma stöðu gagnvart fámennum pöpulnum sem glaður þiggur tilbreytingu útlendinga, þó ekki róttækari en frá hinum hvíta, miðaldra ríka manni, burtséð frá þeirri staðreynd að tilbreytingin er ekkert nema afturhaldssemi og kvenhatur í nýjum búningi.
You can’t polish a turd.

Á móti

Sindri Freysson, rithöfundur.

Í hvert skipti sem ég les viðtöl eða yfirlýsingar frá Jordan B. Peterson kemur upp í hugann atriði úr kvikmyndinni Magnolia þar sem Tom Cruise, í hlutverki höfundar lífstílsbóka fyrir fústreraða karla, æpir yfir sal af æstum mönnum: „Respect the cock! And tame the cunt!“ sem áhorfendurnir síðan taka undir í kór eins og heilaþveginn sértrúarsöfnuður að kyrja. Peterson er auðvitað að selja hugmyndakerfi og á öfgatímum þar sem sérstaklega karlar á ákveðnum aldri finnst þeir hornreka í þjóðfélaginu í vaxandi mæli og „pólitískur rétttrúnaður“ að tröllríði heimi þeirra, fær þessi málflutningur því miður hljómgrunn. Hann er tímaskekkja, sveiflandi í kringum sig frösum um styrk, aga og heiður, allt saman hugtök sem minna óþægilega mikið á málflutning ofstækismanna á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld. Ræður hans um „póstmódernískan neó-Marxisma“ sem grafi undan menntakerfinu og vestrænum gildum eru í besta falli hlægilegt ofsóknaræði. Og maður sem heldur því fram að konur hafi ekki sætt kúgun liðin árþúsund og hvítir menn hafi ekki búið við ótrúleg forréttindi telst tæplega marktækur. Hann er táknmynd þráhyggju um afturhvarf til íhaldssamra gilda – tíma sem enginn á að sakna því að það voru ömurlegir tímar. En Peterson er hættulegur, verandi greindur og vel máli farinn og klókur í að klæða úreltar og öfgafullar hægriskoðanir í fræðilegan búning. Það er vitaskuld sjálfsagt að virða málfrelsi hans, en þegar fræðibúningurinn er skafinn af kenningunum sést skýrt að þarna fer ekki skínandi hugsuður heldur forpokaður fýlupoki í ömurlegri krossferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“

Gunnar Smári segir Fréttablaðið drasl: „Til hvers ætti fólk að opna heimili sitt fyrir svívirðilegum áróðri“
Fréttir
Í gær

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag

Leit að Jóni Þresti bar ekki árangur um helgina – Funda með lögreglu í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“

Engin niðurstaða og harðar ásakanir: „Þrælavinna“ – „nauðungarvinna“ – „atvinnuofbeldi“ – „glæpamenn“