fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Ungur maður dæmdur í fangelsi fyrir að drepa máfa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 19:30

Máfur. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára gamall maður, sem býr í Syðri-Þrændalögum í Noregi, hefur verið dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að hafa skotið og drepið máfa og máfaunga í Lade í Þrándheimi. Undirrétti þótti hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi í júlí á síðasta ári klifrað upp á þak Maskebygget í Þrándheimi og drepið máfa og máfaunga, sem þar voru, með því að skjóta þá með loftbyssu og sparka í þá og traðka á þeim.

Sú tegund máfa, stormmáfar, sem maðurinn drap er friðuð í Noregi og algjörlega óheimilt að drepa fugla af þeirri tegund.

Maðurinn neitaði sök í málinu en það gagnaðist lítið og var hann dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi auk 120 klukkustunda samfélagsþjónustu. Auk þess þarf hann að greiða 3.000 norskar krónur í sekt.

Dagbladet segir að maðurinn, sem hefur áður hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot og að hafa migið á lögreglubíl, tók sér frest til að ákveða hvort hann áfrýi dómnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Pétur Einarsson látinn

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Í gær

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí